ÍM unglinga á laugardag

Fyrsta Íslandsmeistaramót drengja/stúlkna og unglinga í klassískum kraftlyftingum fer fram á Akureyri á laugardag í umsjón KFA.
19 ungmenni eru skráð til leiks: KEPPENDUR

Mótið hefst kl. 13.00, vigtun kl. 11.00
Allar nánari upplýsingar veitir Grétar Skúli Gunnarsson 848 4460

 

ÍM unglinga í klassískum kraftlyftingum – breytt dagsetning

KFA hefur í samráði við mótanefnd KRAFT ákveðið að breyta dagsetningu á ÍM unglinga í klassískum kraftlyftingum. Mótið fer fram á Akureyri dagana 20.og 21.september nk.

Keppnin verður tvískipt. Annarsvegar íslandsmeistaramót drengja og stúlkna flokki (14-18 ára) á laugardeginum og hinsvegar unglingaflokki kvenna og karla (19-23 ára) á sunnudeginum.

Aron á pall á HM

Aron Teitsson, Grótta, keppti í dag á HM í klassiskum kraftlyftingum og átti góðan dag. Hann er orðinn reyndur keppnismaður og sýndi það í yfirveguðum og vel útfærðum lyftum. Hann kemur heim með verðlaun, þrjú ný Islandsmet og góðar bætingar í farteskinu.
Hann viktaði 91,25 kg og var með léttari mönnum í -93 kg flokknum.

Aron fékk ógilt í fyrstu tilraun í hnébeygju, en lyfti síðan 230 og 242.5 og setti þar með nýtt Íslandsmet í greininni.

Á bekknum opnaði Aron á nýju islandsmeti 180 kg og tók síðan 190 kg örugglega. Hann kláraði svo 195 með stæl í síðustu tilraun og vann með því til bronsverðlauna í greininni og bætti  Islandsmetið um 20 kg á einu bretti.

Í réttstöðu lyfti Aron fyrst 270 auðveldlega, tók svo 285 jafn örugglega. Hann reyndi við 295 í þriðju, en það var of þungt í þetta sinn.

Aron endaði þar með á nýju Íslandsmeti samanlagt 722,5 kg, 30 kg persónuleg bæting, en það gaf honum 9 sætið í  flokknum.
Baráttan um gullið var hörð og vannst á líkamsþyngd, en sigurvegari var Krzysztof Wierzbicki frá Póllandi með 847,5 kg.

Við óskum Aroni til hamingju með glæsilegan árangur.

Dagfinnur setti þrjú ný Íslandsmet

Dagfinnur Ari Normann, Stjarnan, keppti í dag á HM unglinga í klassískum kraftlyftingum í Suður-Afríku. Hann keppti í -74 kg flokki.
Dagfinnur byrjaði mjög örugglega á nýju íslandsmeti unglinga í hnébeygju, 195 kg og bætti um betur með 202,5 kg í annarri tilraun. Hann reyndi svo við 207,5 kg í þriðju en það tókst ekki i þetta sinn.
Á bekknum byrjaði Dagfinnur með 135 kg sem einnig er nýtt unglingamet.Hann átti svo tvær ógildar tilraunir við 142,5 kg.
Í réttstöðu tók hann 210 –  220 – 225 kg
Þar með endaði hann í  562,5 kg sem er persónuleg bæting og bæting á íslandsmeti unglinga um 15 kg.
Það dugði í 6. sæti. Við óskum Dagfinni til hamingju með bætingarnar.

Sigurvegarinn í flokknum var kanadamaðurinn Josh Hancott með nýtt heimsmet unglinga 681,5 kg

Á morgun lyftir Elín Melgar. Keppnin hefst kl. 7.00 að íslenskum tíma.

HM í klassískum kraftlyftingum hafið

Heimsmeistaramótin í klassískum kraftlyftingum karla og kvenna í opnum og aldurstengdum flokkum eru hafin í Potchefstroom í Suður-Afríku og standa til 8.júni.

Þrír keppendur frá Íslandi taka þátt.
Aron Teitsson, Grótta, keppir á laugardag í opnum flokki karla – 93 kg. Keppnin hefst kl. 11.00 að íslenskum tíma.
Dagfinnur Ari Normann, Stjarnan, keppir á miðvikudag Í unglingaflokki karla -74 kg.
Elín Melgar, Grótta, keppir á fimmtudag í unglingaflokki kvenna -63 kg.
Keppni hjá þeim hefst kl. 7.00 að íslenskum tíma.

Bein útsending og upplýsingar: http://www.powerlifting-ipf.com/  

Við óskum þeim góðs gengis!

ÍM í klassískum kraftlyftingum – úrslit

Íslandsmeistarar í klassískum kraftlyftingum 2014 eru Elín Melgar og Aron Teitsson, bæði frá Gróttu.
Í kvennaflokki voru stigahæstar
Elín Melgar, Grótta – Tinna Rut Traustadóttir, Grótta – Rósa Birgisdóttir, Stokkseyri
Í karlaflokki:
Aron Teitsson, Grótta – Sigfús Fossdal, KFV – Dagfinnur Normann, Stjarnan
Stigahæsta liðið var Grótta.
Mótið fór fram á Ísafirði í gær og luku 20 keppendur keppni.
Hér má sjá HEILDARÚRSLIT    

Á mótinu hófst skráning Íslandsmeta, og fékk Elín þann heiður að setja fyrsta klassíska íslandsmetið. KLASSÍSK MET

Við óskum sigurvegurum og methöfum til hamingju með árangurinn. 

 

ÍM í klassískum kraftlyftingum

Íslandsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum fer fram á Ísafirði laugardaginn 8.febrúar í umsjón Kraftlyftingafélagsins Víkings.
Mótið er haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi og hefst kl. 11.00. (Vigtun kl. 9.00)
Bein vefútsending verður frá mótinu og geta menn fylgst með hér: http://kfitv.is/live

Þetta er í annað sinn sem keppt er um Íslandsmeistaratitla í kraftlyftingum án útbúnaðar, en í fyrra voru stigahæst þau Arndís María Erlingsdóttir og Sigfús Fossdal.
Sigfús er mættur aftur til að verja titilinn, en ljóst er að við fáum nýjan meistara í kvennaflokki.
KEPPENDALISTI

ÍM í klassískum kraftlyftingum – keppendur

Skráningu er lokið á annað opna Íslandsmeistarmótið í klassískum kraftlyftingum sem fram fer á Ísafirði í umsjón kraftlyftingafélagsins Víkings 8.febrúar nk.

SKRÁÐIR KEPPENDUR

Félög hafa frest til 25.janúar til að greiða keppnisgjöld og breyta skráningu.

1.janúar sl. hófst skráning íslandsmeta í klassískum kraftlyftingum og er þetta fyrsta mótið þar sem hægt er að setja íslandsmet. Hér má sjá metaskrá, og sýna daufu tölurnar lágmarkið sem þarf að ná til að fá met skráð.