HM unglinga hafið

 Í dag hefst heimsmeistaramót unglinga í kraftlyftingum í Moose Jaw í Canada og stendur til 4.september. 234 ungir karlar og konur frá 29 löndum taka þátt.

Júlían J.K. Jóhannsson, Ármanni, keppir fyrir hönd Íslands. Honum til aðstoðar er Birgir Viðarsson.
Júlían keppir í +120 kg flokki drengja 18 ára og yngri og á góða möguleika á að vinna til verðlauna. Við óskum þeim félögum góðrar ferðar og góðs gengis á mótinu, en Júlían keppir á síðasta degi, sunnudaginn 4.september.

Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni vefútsendingu.
Heimasíða mótsins.

Ítarlegt viðtal og myndskeið með Júlían má skoða á heimasíðu Kraftlyftingadeildar Breiðabliks.

HM unglinga framundan

Nú styttist í HM unglinga. Mótið fer fram í Moose Jaw i Canada og stendur frá 29.ágúst til 4.september. Keppt er í aldursflokki drengja/stúlkna 18 ára og yngri og flokki unglinga 18-23 ára.

Júlían J.K. Jóhannsson, Ármanni, er fulltrúi Íslands á mótinu. Hann keppir í +120,0 kg flokki drengja, en hann er á síðasta ári í drengjaflokki. Júlían gerði góða hluti á EM unglinga í maí þar sem hann vann silfurverðlaun í sínum flokki og bætti sig í öllum greinum. Æfingar hafa gengið vel hjá honum í sumar og stefnir í enn frekari bætingar á HM.
Júlían keppir á síðasta degi mótsins, sunnudaginn 4.september.

EM unglinga

Framundan er Evrópumót drengja/stúlkna og unglinga í kraftlyftingum. Mótið fer fram i Northumberland í Bretlandi og hefst 7.júni nk. 156 keppendur frá 21 evrópulöndum mæta til leiks.

Kraftlyftingasamband Íslands sendir þrjá keppendur á mótið. Það eru þeir Viktor Samúelsson (KFA) sem keppir í -105,0 kg flokki drengja, Júlían Jóhannsson (Ármann) sem keppir í +120,0 flokki drengja og Einar Örn Guðnason(Akranes)  sem keppir í -93,0 kg flokki unglinga. Liðsstjóri er Auðunn Jónsson. Helgi Hauksson, alþjóðadómari, verður þeim til halds og trausts og  mun dæma á mótinu. 

Viktor og Júlían keppa miðvikudaginn 8. júni en Einar keppir föstudaginn 10.júni og verður hægt að fylgjast með þeim í beinni útsendingu á netinu.

Ný Íslandsmet

Ný réttstöðumótsmet voru sett á Reykjavíkurleikjunum 15.janúar:
Í opnum flokki karla -83,0 kg: Gísli Þrastarson, Ármanni: 252,5 kg
Í opnum flokki karla +120,0 kg: Auðunn Jónsson, Breiðablik: 345,0 kg
Í opnum flokki kvenna -72,0 kg: María Guðsteinsdóttir, Ármanni: 170,0 kg
Í drengja- og unglingaflokki karla +120,0 kg: Júlían J.K. Jóhannsson, Ármanni: 285,0 kg
Í öldungaflokki I kvenna – 72,0 kg: María Guðsteinsdóttir, Ármanni: 170,0 kg

Ný Íslandsmet

Ný réttstöðumótsmet voru sett í nokkrum flokkum á Íslandsmeistaramótinu laugardaginn 4.desember.
Mesta athygli vakti nýtt drengjamet í +125,0 kg flokki þar sem Júlían J.K. Jóhannsson frá Ármanni lyfti 305,0 kg.
Þennan árangur má skoða í ljósi þess að heimsmetið í þessum aldursflokki er 317,5 kg, reyndar sett á kraftlyftingamóti þar sem keppt er í öllum greinum.

Þessi met voru sett:

OPINN FLOKKUR KVENNA
– 56,0 kg: Signý Harðardóttir, Massi, 120,5 kg
– 60,0 kg: Borghildur Erlingsdóttir, Ármann, 132,5 kg
– 82,5 kg: Bryndís Ólafsdóttir, Selfoss, 130,0 kg
+ 90,0 kg: Rósa Birgisdóttir, Selfoss, 142,5 kg

ÖLDUNGAFLOKKUR I KVENNA
– 60,0 kg: Borghildur Erlingsdóttir, Ármann, 132,5 kg
– 82,5 kg: Bryndís Ólafsdóttir, Selfoss, 130,0 kg

OPINN FLOKKUR KARLA
– 56,0 kg: Eyjólfur Herbertsson, Massi, 100,0 kg
– 82,5 kg: Halldór Eyþórsson, Breiðablik, 253,0 kg

UNGLINGAFLOKKUR KARLA
– 56,0 kg: Eyjólfur Herbertsson, Massi, 100,0 kg
– 82,5 kg: Ari Elberg Jónsson, Breiðablik, 240,0 kg
– 90,0 kg: Ólafur Hrafn Ólafsson, Massi, 250,0 kg
-125,0 kg: Kolbeinn Ari Hauksson, Ármann, 255,0 kg
+125,0 kg: Júlían J.K. Jóhannsson, Ármann, 305,0 kg

DRENGJAFLOKKUR KARLA
– 56,0 kg: Eyjólfur Herbertsson, Massi, 100,0 kg
– 75,0 kg: Steinar Freyr Hafsteinsson, Massi, 165,0 kg
-125,0 kg: Kolbeinn Ari Hauksson, Ármann, 255,0 kg
+125,0 kg: Júlían J.K. Jóhannsson, Ármann, 305,0 kg

ÖLDUNGAFLOKKUR I OG II KARLA
– 82,5 kg: Halldór Eyþórsson, Breiðablik, 253,0 kg