ÍM í réttstöðulyftu – úrslit

Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu fór fram á Ísafirði á laugardag. Þetta var fyrsta mót Kraftlyftingafélagsins Víkings og fór það vel fram. Veitt voru vegleg verðlaun og vefútsending var frá mótinu, en það er bæði skemmtilegt og gagnlegt fyrir keppendur og áhorfendur og verður vonandi framhald á því á sem flestum mótum.
María Guðsteinsdóttir, Ármanni, varð stigameistari kvenna á nýju Íslandsmeti 190 kg í -72 kg flokki. Í öðru sæti var Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir, Grótta og í þriðja sæti Solveig Sigurðardóttir, Grótta.
Aron Teitsson, Grótta, vann stigabikar karla með 295,0 kg í -93,0 flokki sem einnig er nýtt íslandsmet. Í öðru sæti var Viktor Samúelsson, KFA og í þriðja sæti Júlían J.K. Jóhannsson, Ármanni.
Stigahæsta liðið var Grótta.
HEILDARÚRSLIT
Viðurkenningar voru veittar fyrir flest stig í aldursflokkum. Emelía Rut Hólmarsdóttir Olsen, Massi, var hæst í stúlknaflokki. Viktor Ben, Breiðablik, var hæstur í drengjaflokki. Í unglingaflokkum kvenna og karl hlutu viðurkenningar Arnhildur Anna Árnadóttir, Grótta og Viktor Samúelsson, KFA. Í öldungaflokkum María Guðsteinsdóttir, Ármanni og Bjarki Þór Sigurðsson, Breiðablik.

Við óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og þökkum mótshaldara fyrir vel heppnað mót.
Þórður Kr. Sigurðsson, Súðavík tók þessar myndir frá mótinu:

ÍM í réttstöðu – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu 14.september 2013. Mótið fer að þessu sinni fram í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði í umsjón hins nýstofnaða kraftlyftingafélags bæjarins, Vikings.
Skráningarfrestur er til 24.ágústs, en félög hafa svo viku til að greiða keppnisgjaldið og færa keppendur milli þyngdarflokka.
SKRÁNINGAREYÐUBLAÐ ÍM13_DEDD
Við biðjum félög að skoða vel 19.grein í reglum um mótahald, en hert hefur verið á skyldum félaga til að senda starfsmenn á mót. Það þarf að skrá starfsmenn um leið og keppendur.

ÍM í klassískum kraftlyftingum á morgun

im13Laugardaginn 11.maí er merkilegur dagur í sögu kraftlyftinga á Íslandi, en þá verður haldið fyrsta Íslandsmeistarmótið í klassískum kraftlyftingum í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi.
Mótið hefst kl. 10.00 með keppni í kvennaflokkum og stendur fram eftir degi, en 50 keppendur eru skráðir til leiks.
Mótshaldari er kraftlyftingadeild Gróttu, en þetta er jafnframt fyrsta mót sem deildin heldur og má búast við miklu fjöri og skemmtilegri keppni – við hvetjum alla áhugamenn um kraftlyftingar að mæta og styðja sína menn.

ÍM 2013 – keppendalisti

Endanlegur keppendalisti á Íslandsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum liggur nú fyrir. Keppendur eru 50, þar af 22 konur.
Mótið verður haldið á Seltjarnarnesi 11.maí nk í umsjón Kraftlyftingadeildar Gróttu og er fyrsta Íslandsmeistaramót KRAFT í klassískum kraftlyftingum.
Nánari upplýsingar um tímasetningar og skipting í holl verða birtar fljótlega.
KEPPENDALISTI

Metþátttaka á ÍM

Skráningu er lokið á Íslandsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum sem auglýst er á Seltjarnarnesi 11.maí nk.
Metfjöldi keppenda er skráður á mótið, eða yfir 80 manns.
http://results.kraft.is/meet/mot-i-klassiskum-kraftlyftingum-2013

Ljóst er að þetta stefnir í tveggja daga mót, en endanlegur frestur til að greiða keppnisgjald og skipta um þyngdarflokk er til miðnættis nk laugardags. Þegar endanlegur fjöldi liggur fyrir birtum við tímasetningar og skipting í holl.

ÍM í klassískum kraftlyftingum – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum sem fer fram í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi laugardaginn 11.maí nk í umsjón Kraftlyftingadeildar Gróttu. Skráningarfrestur er til miðnættis 20.apríl.
Skráningareyðublað: imklassisk13

Félög þurfa hafa mótareglurnar í huga við skráningu keppenda, sérstaklega 3.grein um hlutgengi keppenda og 19.grein um fjölda starfsmanna á mótum.
Reglurgerð um mótahald.

Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum – úrslit

Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum í opnum og aldurstengdum flokkum karla og kvenna lauk í Njarðvíkum fyrir stundu.
HEILDARÚRSLIT

Stigabikar kvenna hlaut María Guðsteinsdóttir, Ármanni með 469 stig (458,5 kg í -72,0 kg flokki). Stigabikar karla hlaut Aron Teitsson, Gróttu, með 494,8 stig (738,0 kg í -83,0 kg flokki.)
Lið Grótta vann liðabikarinn með fullt hús stiga.
Stigabikar í drengjaflokki hlaut Viktor Ben Gestsson, Breiðablik, með 372,5 stig. Stigabikarinn í unglingaflokki hlaut Daníel Geir Einarsson, Breiðablik, með 440 stig.
Í öldungaflokki 1 hlaut Bjarki Þór Sigurðsson stigabikara karla en María Guðsteinsdóttir, kvenna og Hörður Birkisson hlaut bikarinn í öldungaflokkum II-III.

Fjölmörg íslandsmet féllu í hinum ýmsu aldurs- og þyngdarflokkum. T.d. setti hin tvítuga Fanney Hauksdóttir glæsilegt bekkpressumet með 115 kg í -63,0 kg flokki.

Míkill afföll urðu í keppendahópnum. Margir tilkynntu veikindi og 5 keppendur féllu út og á endanum luku ekki nema 27 manns keppni. Segja má að konurnar og ungu strákarnir hafi stolið senunni að þessu sinni, og voru fjórar konur meðal tíu stigahæstu einstaklingana á mótinu.
Sumir af bestu kraftlyftingamönnum okkar tóka að vísu ekki þátt að þessu sinni þar sem mikilvæg alþjóðamót eru á næsta leyti og þau eru að búa sig undir það.

Við þökkum Massa fyrir vel skipulagt mót og óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með daginn.

Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum á laugardag

im13Islandsmeistaramótið í kraftlyftingum í opnum og aldurstengdum flokkum karla og kvenna fer fram í Njarðvíkum laugardaginn 23.mars nk.
Keppni hefst kl. 10.00 í kvennaflokkum og karlaflokkum -59,0 kg til -83,0 kg
Keppni hefst kl. 13.30 í karlaflokkum -93,0 og upp úr.
Hér má sjá lista yfir keppendum
Í þetta sinn senda 11 félög keppendur á mótið og hafa þau aldrei verið fleiri.

Við hvetjum alla áhugamenn um kraftlyftingar að mæta og sjá þá bestu og efnilegustu í þessari íþrótt sýna hvað þau geta. Frítt er inn.

Vigtun hefst kl. 8.00 fyrir konur og karlar t.o.m. -83,0 kg
Vigtun hefst kl. 11.30 fyrir karlar -93,0 og upp úr. (ekki 10.30 eins og misritaðist í fyrri frétt!)