Skýrsluskil

Nú er tími aðalfunda og ársþinga. Við minnum á að öll félög eiga að skila ársskýrslum til sinna héraðssambanda fyrir 15.apríl nk.

Mikilvægt er að nota tækifæri kringum aðalfund til að fara yfir skráningum í Felix og uppfæra ef þess er þörf. Athugið líka að réttar upplýsingar séu skráðar um stjórnarmenn.

Formannafundur KRAFT

Stjórn KRAFT fundar með formönnum kraftlyftingafélaga á föstudaginn nk.
Á dagskrá eru umræður um afreksstefnu sambandsins, mótamál o.fl.
Fundurinn er líka liður í undirbúningi undir Kraftlyftingaþingið sem verður haldið í janúar 2013.

Kraftlyftingaþing 2012

Stjórn Kraftlyftingasambands Íslands boðar til kraftlyftingaþings laugardaginn 28.janúar 2012.
Þingið verður haldið í fundarsal í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum á Akranesi og hefst kl. 17.00.
Málefni sem aðildarfélög eða sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þinginu skulu tilkynnt stjórn KRA minnst 21 degi fyrir þingið, smkv 10.gr. laga KRA.
Kjörbréf munu berast sambandsaðilum í upphafi nýs árs.

Ný deild stofnuð

Í gær, mánudaginn 28.nóvember, var kraftlyftingadeild Gróttu formlega stofnuð á Seltjarnarnesi.
Deildin hefur þegar fengið aðild að KRAFT.
Formaður og varaformaður KRAFT voru viðstaddir stofnfundinum og var þessi mynd tekin við það tækifæri.
Formaður deildarinnar er Borghildur Erlingsdóttir
Við óskum Seltirningum og Íþróttafélaginu Gróttu til hamingju með nýju deildina.

Formenn funda

Stjorn KRAFT boðaði formönnum kraftlyftingafélaga til fundar við sig sunnudaginn 23.oktober sl.
Fulltrúar mættu frá deildum Breiðabliks, Massa, UMF Selfoss, UMF Stokkseyri, Gróttu, Kraftlyftingafélagi Seltjarnarness, Akraness, Garðabæjar og Mosfellsbæjar. Þeir kynntu stöðu mála í sínum félögum og menn skiptust á upplýsingum og skoðunum og ræddu hugsanlegt samstarf sín á milli.
Mörgum góðum tillögum og athugasemdum var beint til stjórnar KRAFT til frekari skoðunnar og úrvinnslu.
Fundargerð verður birt fljótlega.
 

Formenn að störfum

Formannafundur

Stjórn KRAFT hefur boðað formönnum allra kraftlyftingafélaga og -deilda til fundar sunnudaginn 23.oktober nk.
Nú eru 12 félög starfandi í landinu. Þau eru mislangt á veg komin, sum hafa reynslubolta og önnur aðallega nýja menn innanborðs.
Á fundinum gefst tækifæri til að skiptast á skoðunum og reynslu, ræða sameiginleg verkefni og kynnast betur.
Efling starfsins innan félaganna er undirstaða góðs árangurs í þessari íþróttagrein eins og í öðrum, en með fundum eins og þessum vill stjórn sambandsins stuðla að samstarfi og styrkingu félaga.

Aðalfundur í Garðabæ

Kraftlyftingafélag Garðabæjar, Heiðrún, hélt aðalfund sinn sunnudaginn 18.september.
Þar fóru fram venjuleg aðalfundarstörf, skýrslur lagðar fram og reikningar samþykktir.
Nýkjörin stjórn skipa :
Formaður:  Alexander Ingi Olsen
Gjaldkeri/Varaformaður:  Jón Sævar Brynjólfsson 
Ritari: Tómas Dan Jónsson

Fræðsluráðstefna um lyfjaeftirlitsmál

Lyfjaeftirlit Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Kraftlyftingadeild Breiðabliks halda fræðsluráðstefnu  um lyfjaeftirlitsmál – á morgun laugardaginn 16. apríl nk  kl. 16.30-19.00.
Ráðstefnan er haldin  í Veitingasalnum á 2. hæð í Aðalíþróttahúsnæði Breiðabliks,  Dalsmára 5, Kópavogi,.

Ráðstefnan er opin öllum löglegum félögum Kraftlyftingadeildar og félagsmönnum aðildarfélaga Kraftlyftingasambands Íslands sem og félagsmönnum annarra deilda Breiðabliks, eins og húsrými leyfir.

DAGSKRÁ:

I.      Setning FRÆÐSLURÁÐSTEFNU um lyfjaeftirlitsmál
II.     Fræðsluerindi hr. Örvars Ólafssonar, verkefnisstjóra Lyfjaeftirltis ÍSÍ.
III.    Fræðsluerindi hr. Skúla Skúlasonar, formanns Lyfjaráðs ÍSÍ
IV.     Fyrirspurnir áheyrenda og svör þeirra er fræðsluerindi flytja: Umræður um ályktanir
V.      Samantekt FRÆÐSLURÁÐSTEFNU um lyfjaeftirlitsmál: Niðurstöður og ályktanir
VI.     Ráðstefnuslit

Aðgangur er ókeypis. Kaffiveitingar.

KRAFT fagnar þessu framtaki Kraftlyftingadeildar Breiðabliks og hvetur félagsmenn sína til að sækja ráðstefnuna og vera vel upplýst um þessi mikilvægu mál.

Aðalfundur Kraftlyftingadeildar Breiðabliks

Aðalfundur Kraftlyftingadeildar Breiðabliks verður haldinn fimmtudaginn 10. marz 2011 – kl. 20.00, í Smáranum, Dalsmára 5, 201, Kópavogi.

DAGSKRÁ aðalfundar er venjuleg aðalfundarstörf – en einkum eftirfarandi:

I. Ársskýrsla formanns stjórnar Kraftlyftingadeildar fyrir liðið starfsár

II. Ársreikningur 2010 lagður fram

III.      Umræður og afgreiðsla á ársskýrslu og ársreikning

IV.      Umræður um málefni deildarinnar

V.      Kosning stjórnar:

A)      Formaður
D)      Aðrir stjórnarmenn
C)      Varamenn

VI.          Umræður um núverandi stöðu og framtíðarverkefni

VII.      Önnur mál

Stjórn Kraftlyftingadeildar Breiðabliks hvetur félagsmenn deilarinnar til að fjölmenna á aðalfund.

Kaffiveitingar á boðstólum.