Kraftlyftingafólk ársins

Kraftlyftingasamband Íslands hefur valið kraftlyftingakonu og kraftlyftingakarl ársins 2017 og urðu fyrir valinu þau Fanney Hauksdóttir (KFR) og Júlían J. K. Jóhannsson (Ármann).

Fanney er fædd árið 1992 og keppir fyrir Kraftlyftingafélag Reykjavíkur.
Fanney hefur sérhæft sig í bekkpressu og keppir bæði með búnaði og án búnaðar (klassískar kraftlyftingar). Hún náði frábærum árangri á árinu en afrek hennar eru:• –

Evrópumeistari í bekkpressu í -63 kg flokki á Evrópumótinu í bekkpressu sem fram fór á Spáni í október sl. Varð hún þar með Evrópumeistari í búnaðarbekkpressu þriðja árið í röð.
• Silfurverðlaun í -63 kg flokki á Heimsmeistaramótinu í bekkpressu sem fram fór í Litháen í maí sl.
• Silfurverðlaun í -63 kg flokki á Evrópumótinu í klassískri bekkpressu sem fram fór í Finnlandi í ágúst sl.
• Íslandsmeistari í klassískri bekkpressu
• Norðurlandamet og Íslandsmet í bekkpressu í -63 kg flokki þegar hún lyfti 157,5 kg
• Íslandsmet í -63 kg flokki í klassískri bekkpressu þegar hún lyfti 112,5 kg.Með þessum árangri er Fanney nú í í þriðja sæti á heimslista IPF (Alþjóða kraftlyftingasambandsins), bæði í bekkpressu með og án búnaðar -63 kg flokki en aldrei hefur íslenskur kraftlyftingakeppandi náð svo hátt á heimslista IPF.

Júlían er fæddur árið 1993 og keppir fyrir Ármann. Hann keppti í fyrsta sinn í opnum flokki á árinu.
Afrek hans eru:
• Bronsverðlaun í samanlögðum árangri í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum sem fram fór í Tékklandi í nóvember sl.
• Gullverðlaun í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum
• Evrópumet í klassískri réttstöðulyftu í +120 kg flokki þegar hann lyfti 365 kg
• Bronsverðlaun í hnébeygju í +120 kg flokki á EM í kraftlyftingum sem fram fór á Spáni í maí sl.
• Íslandsmeistari í réttstöðulyftu í + 120 kg flokki
• Silfurverðlaun í klassískum kraftlyftingum á Reykjavík International Games (RIG) þar sem hann setti Íslandsmet í hnébeygju, réttstöðulyftu og í samanlögðum árangri
• Gullverðlaun á boðsmóti í réttstöðulyftu, Sling Shot Pro Deadlift, Arnold Classic Festival þar sem hann setti Íslandsmet í réttstöðulyftu.
• Tók þátt í IWGA, World Games fyrstur Íslendinga.
• Stigahæstur íslenskra kraftlyftingamanna í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum á árinu.

Massi 20 ára

Massi, kraftlyftingadeild UMF Njarðvíkur, fagnar á þessu ári því að 20 ár eru frá formlegri stofnun deildarinnar. Kraftlyftingar hafa þó verið stundaðar mun lengur hjá UMFN, eða frá 1973 og alla tíð  undir lögsögu ÍSÍ.

massiMassamenn hafa gegnum árin unnið marga titla og félagið hefur mikla reynslu af mótahaldi, héldu t.d. tvö Norðurlandamót í fyrra með miklum ágætum.
Á laugardaginn hélt félagið ÍM í kraftlyftingum og settu upp flottustu mótaumgjörð sem sést hefur hér og var félaginu til mikils sóma.
Keppendur frá Massa gerðu góða hluti á mótinu og sigruðu í liðakeppni karla.
Stjórn KRAFT fyrir hönd allra félaga sendir Massa þakkir fyrir mótið og hamingjóskir á þessum tímamótum.
Haldið áfram að byggja upp – Suðurnesjamönnum og íþróttinni allri til heilla!

 

Minning

10678707_10153042901429378_2292254327814672331_nKraftlyftingamenn minnast nú með virðingu látins félaga, Guðna Sigurjónssonar, sem lést í síðustu viku.
Guðni, sem var fæddur 1963, var á yngri árum mikill afreksmaður í íþróttum og keppti m.a. í frjálsum íþróttum, handbolta og fótbolta auk kraftlyftinga.
Guðni varð heimsmeistari IPF árið 1991 í -110 kg flokki og vann til margra verðlauna um þær mundir, bæði hér heima og á alþjóðamótum
Guðni var áberandi á keppnispalli, en fyrirferðalítill utan hans. Félagar hans sjá á eftir góðum og tryggjum dreng og votta hans nánustu samúð sína.
Kraftlyftingasambandið kveður hann með virðingu. Minning hans lifir.
(Myndin er af forsiðu fréttablaðs IPF)

Ragnheiður og Júlían í viðtali

Júlían J. K. Jóhannsson og Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir voru valin kraftlyftingamaður og kraftlyftingakona ársins 2014.
Árdís Ósk tók þau tali að því tilefni:

Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir

rksRagnheiður varð stigahæst kvenna á Íslandi á árinu þegar hún tók 400 kg í samanlögðu í -57 kg flokki á Norðurlandamóti í Kraftlyftingum sem haldið var í Njarðvík í ágúst og varð þar með Norðurlandameistari í sínum flokki. „Ég átti góðan dag og var mjög ánægð að ná 400,“ segir Ragnheiður en hún er einna stoltust af því móti þegar hún lítur yfir árið.

Æfingafélagarnir mikilvægir
Ragheiður þakkar helst frábærum þjálfara og skemmtilegum æfingafélögum þennan gríðarlega árangur sem hún hefur náð á stuttum tíma en Ragnheiður byrjaði fyrst að keppa fyrir tveimur árum. „Systir mín æfir með mér og hvetur mig til dáða. Rannveig og Ása hvetja mig einnig vel áfram á æfingum.“

Tekur skóna og beltið með sér í frí
Næsta mót hjá Ragnheiði er Evrópumeistaramóti í maí á næsta ári. „Ég stefni alla vega á meira en 400 þar,“ segir Ragnheiður en þó að langt sé í næsta mót er ekker lát á æfingum. „Ég nýt þess núna að vera bara að æfa án þess að keppa eða keyra upp fyrir mót,“ en Ragnheiður segist lítið hrifin af því að taka sér pásur frá æfingum því það sé leiðinlegt að missa úr og þurfa að vinna upp. „Ég tek alltaf með mér belti og skó þegar við förum til útlanda og í sumarfríinu var ég úti á landi en keyrði fjórum sinnum í viku í Kirkjubæjarklaustur að æfa, það er ágætis gym þar.

Júlían J. K. Jóhannsson

jjkjÉg er ánægðastur með heimsmeistaramót unglinga og sérstaklega bætingarnar í hnébeygju á mótinu. Ég er líka búinn að vera að ná fleiri gildum réttstöðulyftum undanfarið en áður,“ segir Júlían um árangur ársins. Á heimsmeistaramóti unglinga nældi Júlían sér í silfur í réttstöðulyftu þegar hann lyfti 337,5 kg og þar lyfti hann líka 375 kg í hnébeygju og 267,5 kg í bekkpressu og náði þannig þriðja sæti í samanlögðu með 980 kg. Sá árangur skilaði honum 12. sæti á heimslista þetta árið.

Setur markið hærra á næsta ári
Júlían æfir allt árið um kring og segist ekki taka sér hlé. Hann æfir létt með litlu álagi fyrstu vikurnar eftir mót. „Til að ná árángri í íþróttinni er mikilvægast að æfa vel og vera einbeittur,“ segir Júlían. Næsta mót hjá honum er Evrópumót unglinga í apríl „mig langar til að standa mig vel á unglingamótunum bæði Evrópumótinu og Heimsmeistarmótinu. Ég vil standa mig betur á næsta ári en á þessu og ná lágmarki fyrir heimsmeistaramót í opnum flokki.“ Júlían á enn tvö ár eftir í unglingaflokki og er því rétt að byrja.
Júlían segir fjölskylduna styðja vel við bakið á sér og svarar því að það sé mamma hans sem er spenntust að fylgjast með og setur sig vel inn í hvað er að gerast.

Íþróttafólk Seltjarnarness

DSC_0041Fanney Hauksdóttir og Aron Teitsson, kraftlyftingakappar, voru í gær valin íþróttafólk Seltjarnarness 2013, en árangur þeirra, bæði hér heima og erlendis, var mjög góður í fyrra. Kraftlyftingadeild Gróttu hlaut auk þess afreksstyrk til starfsins.

Við óskum þeim öllum til hamingju með þennan mikla heiður.

Íþróttakona UMFN 2013

Ungmennafélagið í Njarðvíkum heiðraði sitt afreksfólk á dögunum.
Íþróttakona UMFN 2013 var valin Inga María Henningsdóttir, kraftlyftingakona úr Massa.
Við óskum henni innilega til hamingju með heiðurinn.

Ólafur E. Rafnsson er látinn

Ólafur Eðvarð Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og forseti FIBA Europe, er látinn langt fyrir aldur fram. Hann var bráðkvaddur í Sviss í gær þar sem hann sótti miðstjórnarfund Alþjóðakörfuknattleikssambandsins. Ólafur lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.

Minningarstund um Ólaf var haldinn í íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag, og mánudaginn 24.júni kl. 10.00 árdegis verður hans minnst með mínútar þögn á öllum vettvöngum íþróttahreyfingarinnar.

Undir forystu Ólafs stofanði ÍSÍ sérsamband um kraftlyftingar og hann studdi KRAFT með ráðum og dáð og hvatningi.
Kraftlyftingasamband Íslands ásamt íþróttahreyfingin öll vottar fjölskyldu Ólafs dýpstu samúð.

Breyting í stjórn KRAFT

Birgir Viðarsson hefur ákveðið að segja sig úr stjórn Kraftlyftingasambands Íslands af persónulegum ástæðum. Aron Teitsson tekur sæti hans.

Birgir hefur verið virkur í kraftlyftingaheiminum í áratugi, eða allt frá stofnun “gamla KRAFT”, bæði sem keppandi og í trúnaðarstörfum. Þegar Kraftlyftingasamband Íslands var stofnað innan ÍSÍ var Birgir kjörinn í fyrstu stjórn.
Dómgreind hans og yfirburða reynslu hefur nýst vel í því starfi og hefur hann oftar en einu sinnu þurft að hafa vit fyrir sér óreyndari stjórnarmönnum.

Samstarfsmenn í stjórn þakka honum af heilum hug fyrir skemmtilegar stundir og allt hans starf í þágu sambandsins. Undir taka eflaust margir núverandi og fyrrverandi félagar hans.

Aron Teitsson íþróttamaður Seltjarnarness

Í gær fór fram kjör íþróttamanns ársins 2012 á Seltjarnarnesi og varð Aron Teitsson, kraftlyftingamaður úr Gróttu, fyrir valinu. Við sama tækifæri hlaut kraftlyftingadeild Gróttu afreksstyrk vegna sigursins í liðakeppni KRAFT og mörgum  góðum afrekum öðrum á árinu.

Við óskum Aroni og félögum hans innilega til hamingju með þennan heiður. Þau eru vel að þessum viðurkenningum komin.

 

Kraftlyftingamenn ársins heiðraðir

Íþrótta- og olympíusamband Íslands og samtök íþróttafréttamanna héldu glæsilegt hóf til heiðurs bestu íþróttmönnum þjóðarinnar í beinni sjónvarpsútsendingu í gærkvöldi. Meðal þeirra sem hlutu viðurkenningu voru kraftlyftingamenn ársins 2012,  María Guðsteinsdóttir, Ármanni og Auðunn Jónsson, Breiðablik.
Auðunn var auk þess valinn í hóp 10 helstu afreksmanna ársins, en úr þeim hópi var íþróttamaður ársins, Aron Pálmarson, Kiel, valinn. Auðunn varð sjötti í valinu og óskum við honum til hamingju með þessa mikla viðurkenningu.
Bæði María og Auðunn eru miklir íþróttamenn, en hafa auk þess gert mikið til að efla íþróttina hér á landi. Þau hafa lagt tíma sinn og reynslu í vinnu fyrir sín félög og fyrir sambandið og vill stjórn KRAFT nota þetta tækifæri til að þakka þeim sérstaklega fyrir það.María Guðsteinsdóttir og Auðúnn Jónsson. Kraftlyftingamenn ársins 2012
María Guðsteinsdóttir og Auðúnn Jónsson. Kraftlyftingamenn ársins 2012Auðunn þakkar fyrir sig
Auðunn þakkar fyrir sig