Dómarapróf

Helgin 6 – 7 september nk verður haldið dómarapróf á vegum Kraftlyftingasambands Íslands. Skriflegi hluti prófsins fer fram í húsnæði ÍSÍ í Laugardal, verklegi hlutinn í Ármannsheimilinu. Nánari tímasetning auglýst síðar
Skráningarfrestur er til 17.ágúst. Prófgjald er 5000 krónur.

Skráning fer fram gegnum félögin. Einstaklingar geta ekki skráð sig í prófið.
Fjöldin er takmarkaður við sex kandidata. Ef fleiri sækja um en komast að verður fyrst tryggt að amk einn frá hverju félagi komist að áður en skráðir verða fleiri frá sama félagi.
Ef félag vill skrá fleiri en einn kandidat í prófið væri því gott að fá nöfnin í forgangsröð.

Skráning fer fram í tölvupósti til Helga Haukssonar, [email protected] með afrit á [email protected]

 

Nýr alþjóðadómari

Ísland eignaðist nýjan alþjóðlegan kraftlyftingadómara í síðustu viku þegar Kári Rafn Karlsson stóðst dómaraprófi IPF á Evrópumóti  unglinga í Rússlandi.

Kári er formaður Kraftlyftingafélags Akraness, gjaldkeri Kraftlyftingasambands Íslands og formaður landsliðsnefndar. Það verður því að segjast að hann leggi sitt af mörkum til eflingar íþróttarinnar í landinu.

Við óskum Kára til hamingju með áfangann.

Nýir dómarar

Þrír nýir dómarar fengu réttindi um helgina.
Grétar Hrafnsson – Breiðablik, Jón Sævar Brynjólfsson – Stjarnan, Ásmundur R. Ólafsson – Massi. Við óskum þeim til hamingju með það.

Dómarapróf framkvæmir sig ekki sjálft frekar en önnur verk. Við þökkum prófdómurunum Helga Haukssyni og Herði Magnússyni fyrir þeirra framlag og Alexander I. Olsen og hans félögum í Stjörnunni fyrir að taka að sér að halda æfingarmótið. Við þökkum líka þáttakendum á mótinu, en 10 keppendur mættu og höfðu vonandi bæði gagn og gaman af því að vera með.

Dómarapróf 7.september

Dómaranefnd KRAFT heldur réttindapróf fyrir kraftlyftingadómara 7.september nk. og komast 6 að í prófið.
Prófið verður auglýst nánar þegar nær dregur, en tekið er við óskum um þátttöku strax á [email protected].
Í nýju mótareglunum eru gerðar auknar kröfur til félaga um að senda dómaramenntaða starfsmenn á mót og nauðsynlegt að fjölga dómurum í mörgum félögum. Ef aðsókn verður mikil munu þau félög hafa forgang sem ekki hafa dómara innan sinna raða í dag.

Að gefnu tilefni skal tekið fram að eingöngu próf á vegum dómaranefndar Kraftlyftingasambands Íslands gefa réttindi til að dæma á mótum KRAFT.

Helgi Hauksson bætir við sig

helgiHelgi Hauksson, alþjóðakraftlyftingadómari úr Breiðablik, þarf að fjárfesta í nýtt bindi eftir að hafa staðist Cat.1 dómaraprófi IPF á EM í dag.
Helgi hefur haft Cat.2 status um árabil og var kominn tími til að hann léti til sín taka á efsta stigi.
Helgi hefur lagt drjúgan skerf til uppbyggingarstarfsins innan KRAFT og ætlar að halda því áfram. Við óskum honum til hamingju með daginn. Rauði liturinn mun fara honum vel!

Keppnisreglur uppfærðar

IPF hefur gert nokkrar breytingar á keppnisreglum í kraftlyftingum og taka þær gildi 1.janúar 2013. Helgi Hauksson hefur uppfært íslensku reglurnar og má finna þær undir Um Kraft.
Takið sérstaklega eftir breytingum á framkvæmd bekkpressulyftu.
Í ensku reglunum á heimasíðu IPF eru breytingarnar merktar með rauðu.

Nýir dómarar

Fjórir nýir dómarar bættust á dómaralista KRAFT í dag.
Sturlaugur Agnar Gunnarsson, Akranesi – Stefán Sturla Svavarsson, Massa – Ingimundur Ingimundarson og Gry Ek, Breiðablik. Við óskum þeim til hamingju.
Við þökkum prófdómurunum, Kraftlyftingadeild Breiðabliks sem setti á svið æfingarmót með skömmum fyrirvara og þátttakendum sem vonandi hafa fengið góða æfingu út úr mótinu.

 

Æfingarmót – dómarapróf

Æfingarmót fer fram í húsakynnum Kraftlyftingadeildar Breiðabliks laugardaginn nk.
Á mótinu fer fram verklegt dómarapróf.
Vigtun hefst kl. 10.30 og fyrsta lyftan er tekin kl. 12.30.
Þeir sem hafa skráð sig á mótið og prófmenn þurfa að mæta tímanlega.

Æfingarmót 27.oktober

Auglýst er eftir þátttakendum á æfingarmoti sem verður haldið í húsnæði Breiðabliks laugardaginn 27.oktober nk. Á mótinu fer fram verklegi hluti dómaraprófs.
Kraftlyftingamenn hafa hér tækifæri til að koma og lyfta við keppnisaðstæður. Byrjendur geta haft gagn af því og jafnvel reyndir keppendur sem eru að undirbúa sig undir bikarmótið eða vilja nota æfingartímann sinn á þennan hátt.
Þó um æfingarmót sé að ræða verður framkvæmd og dómgæsla öll samkvæmt reglum.
Þeir sem vilja vera með tilkynni sig strax á [email protected] og gefi upp nafn, kennitölu og félag.