HM í bekkpressu

Heimsmeistaramótið í bekkpressu í opnum og aldurstengdum flokkum hefst á morgun í Sundsvall, heimabæ Fredrik Svensson og fleiri frægra bekkpressara, en áhuginn á þessari íþrótt er mikill í bænum og búast má við flottu og vel sóttu móti.
HEIMASÍÐA MÓTSINS 

Tveir íslenski keppendur eru í unglingaflokki. Fanney Hauksdóttir í -63 kg flokki kvenna og Viktor Ben Gestsson í +120 kg flokk karla.

Fanney, sem er á síðasta ári í unglingaflokki, hefur titil að verja, en í fyrra varð hún heimsmeistari unglinga í greininni og átti tilraun við nýtt heimsmet. Hver veit hvað hún gerir í ár, með heilt viðbótarár af æfingum að baki.

Þau keppa bæði á föstudaginn nk og hægt verður að fylgjast með hér:
http://goodlift.info/live.php

 

Ingimundur með nýtt Íslandsmet

Ingimundur Björgvinsson, Gróttu, keppti í dag á HM í bekkpressu. Hann vigtaði 103,3 kg í -105 kg flokki og endaði í 12. sæti í flokknum sem var fjölmennur og sterkur, og þurfti 300 kg til að ná 6.sætinu.

Ingimundur opnaði á nýju Íslandsmeti 250,0 kg. Hann reyndi síðan við 260 kg í næstu tilraun og svo 265 kg án árangurs og endaði þannig með 250,0 kg.
Ingimundur hafði ætlað sér stærri hluti, en það koma dagar eftir þennan dag.
Hann kemur heim með nýtt Íslandsmet og dýrmæta reynslu og við óskum honum til hamingju með það.

Eftir spennandi lokasprett sigraði Vitaliy Kireev frá Rússlandi með 312,5 kg á undan Petri Kuosma frá Finlandi og Mikael Lundin frá Svíþjóð.
http://goodlift.info/scoresheets/scoresheet_m.htm

Ingimundur lyftir á morgun

43Ingimundur Björgvinsson, Grótta, stígur á pallinn á HM í bekkpressu á morgun kl. 15.00 íslenskum tíma. Hann keppir í -105,0 kg opnum flokki. Það er fjölmennur flokkur og má búast við harðri og spennandi keppni.
Ingimundur er íslandsmeistari í flokknum og á íslandsmetið sem er 240,0 kg.
Þetta er fyrsta alþjóðamót Ingimundar og markmiðin eru skýr: að klára gildar lyftur og bæta íslandsmetið um 30 kg. Við óskum honum góðs gengis.
BEIN ÚTSENDING FRÁ MÓTINU.

Fanney í 4.sæti

Spennandi keppni í -63,0 kg flokki unglinga á HM í bekkpressu lauk í þessu með sigri Yaragina frá Kazakstan. Hún lyfti 132,5 kg.

Fanney Hauksdóttir keppti og vigtaði 58,0 kg inn í flokkinn. Hún gerði ógilt í fyrstu lyftu, en kláraði svo 110 kg í annarri og jafnaði sínu persónulega meti með 115,0 kg í þriðju. Þá tók við bið milli vonar og ótta en raunhæfur möguleiki var að þetta myndi duga í verðlaunasæti. Svo varð þó ekki á endanum, tveir keppinautar skutust fram hjá henni með 117,5 kg og Fanney hafnaði í 4.sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti.
Við óskum til hamingju með árangurinn.

Fanney keppir á morgun

Nú stendur yfir Heimsmeistaramót í bekkpressu í Kaunas í Litháen. Keppt er í opnum og aldurstengdum flokkum karla og kvenna.
Tveir íslenskir keppendur taka þátt: Fanney Hauksdóttir, Grótta, sem keppir í -63,0 kg flokki unglinga og Ingimundur Björgvinsson, Grótta, sem keppir í -105,0 kg opnum flokki.
BEIN VEFÚTSENDING ER FRÁ MÓTINU

FanneyFanney keppir á morgun, þriðjudag kl 10.00 á íslenskum tíma.
Fanney er 21 árs gömul og vakti strax á sínu fyrsta móti athygli fyrir styrk sinn í bekkpressu. Hún er ríkjandi íslandsmeistari í greininni og á best 115,0 kg í -63,0 kg flokki. Það er íslandsmet bæði í únglinga- og opnum flokki.

Við krossum fingur á morgun og vonum að Fanney nái út úr sér öllu því sem hún hefur lagt inn fyrir á æfingum undanfarið.

Seltjarnarnesmótið – úrslit

Stórt og mikið bekkpressumót lauk í íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi fyrir stundu. Konur og karlar úr 6 félögum reyndu með sér í klassiskri bekkpressu, eða bekkpressu án útbúnaðar.
Veitt voru verðlaun í öllum þyngdarflokkum, en stigaverðlaun kvenna hlaut Anna Hulda Ólafsdóttir, Breiðablik, fyrir 70 kg í -63,0 kg flokki og í karlaflokki sigraði Aron Lee Du Teitsson, Gróttu, sem lyfti 170 kg i -83,0 kg flokki.
Hér má sjá HEILDARÚRSLIT.
Dómarar á mótinu voru Geir Þórólfsson, Guðrún Bjarnadóttir og Herbert Eyjólfsson. Þulur var Sigurjón Pétursson.

Kraftlyftingafélögin tvö á Nesinu, Zetórar og Kraftlyftingadeild Gróttu, stóðu saman að skipulag mótsins og var undirbúningurinn til fyrirmyndar. Þetta var frumraun þeirra í mótahaldi og margir að gera hlutina í fyrsta skipti. Nokkrir tæknilegir hnökrar í upphafi mótsins komu ekki í veg fyrir að mótið sem heild fór vel fram og áhorfendur skemmtu ser konunglega.
Við óskum bæði keppendum og mótshöldurum til hamingju með mótið.

Seltjarnarnesmótið í bekkpressu – skráning hafin

Skráning er hafin á Seltjarnarnesmótið í klassískri bekkpressu sem fram fer í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laugardaginn 6.oktober nk samkvæmt mótaskrá. Kraftlyftingafélag Seltjarnarness, Zetorar, halda mótið í samvinnu við Kraftyftingadeild Gróttu.
Félög skrá sína keppendur á þessu eyðublaði: Seltjarnarnesmótið en þar koma fram allar upplýsingar um skráningarfrest og -gjald.
Mótið hefst kl. 10.00 og vigtun er kl. 8.00.

Í framhaldi af Seltjarnarnesmótinu verður haldið óformlegt kynningarmót í bekkpressu ætlað ófélagsbundnum kraftlyftingaáhugamönnum og -konum þar sem þeim gefst kostur á að spreyta sig á bekknum við löggiltar keppnisaðstæður. Vigtun fyrir þennan hóp er líka kl. 8.00

Nánari upplýsingar á heimasíðu kraftlyftingadeildar Gróttu og facebooksíðu Zetóra.

Byrjendum er bent á að kynna sér vel keppnisreglur svo þeir hljóti örugglega náð fyrir augum dómara þegar á hólminn er komið.
http://kraftis.azurewebsites.net/wp-content/uploads/2010/10/Keppnisreglur2012.pdf

VEGGSPJALD