ÍM – keppendalisti

Skráningu er lokið á Íslandsmeistaramótið í bekkpressu sem fram fer á Akranesi laugardaginn 29.janúar nk.
Í fyrsta sinn eru allir keppendur löglega skráðir í Felix, skráningarkerfi ÍSÍ, og er það áfangi sem er ástæða til að fagna.

Keppt er í nýjum þyngdarflokkum og þurfa keppendur að athuga að þeir verða að ná vigtun í þeim flokki sem þeir eru skráðir í.
36 keppendur, 9 konur og 27 karlar eru skráðir til leiks og eiga 8 af 9 félögum keppendur á mótinu. Til samanburðar má nefna að í fyrra voru 29 keppendur skráðir. Útlit er fyrir spennandi keppni í mörgum flokkum og ef marka má reynsluna frá í fyrra ætla Skagamenn að útbúa veislu fyrir keppendur og áhorfendur.
Fyrsta almenna þing Kraftlyftingasambandsins fer fram á Akranesi um leið.
Það er því ljóst að Íþróttamiðstöðin á Jaðarsbökkum, Akranesi er réttur staður fyrir unnendur kraftlyftinga þennan laugardag og hvetjum við alla til að fjölmenna með myndavélar og lúðra og styðja sína menn.

FL. NAFN FÉLAG
– 52,0 kg Hildur Sesselja Aðalsteinsdóttir Ármann
– 57,0 kg Signý Harðardóttir Massi
– 57,0 kg Guðrún Maronsdóttir Ármann
– 63,0 kg Erla Kristín Árnadóttir Ármann
– 63,0 kg Erla Ragnarsdóttir Ármann
– 72,0 kg María Guðsteinsdóttir Ármann
– 72,0 kg Auður A. Jónsdóttir Ármann
– 84,0 kg Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir Ármann
+ 84,0 kg Lára Bogey Finnbogadóttir Akranes
     
 
 
– 66,0 kg Róbert Eyþórsson Mosfellsbær
– 74,0 kg Hörður Birkisson Massi
– 74,0 kg Harrý Ágúst Harrýson Breiðablik
– 74,0 kg Agnar Þór Guðmundsson Seltjarnarnes-Zetorar
– 74,0 kg Dýri Kristjánsson Seltjarnarnes-Zetorar
– 83,0 kg Ásmundur Símonarson Ármann
– 83,0 kg Gísli Þrastarson Ármann
– 83,0 kg Skírnir Sigurbjörnsson Ármann
– 93,0 kg Einar Örn Guðnason Akranes
– 93,0 kg Óskar Ingi Víglundsson Massi
– 93,0 kg Ásmundur Örn Guðmundsson Akranes
– 93,0 kg Freyr Bragason Breiðablik
– 93,0 kg Árni Þór Guðmundsson Akranes
– 93,0 kg Ingimundur Björgvinsson Ármann
– 93,0 kg Aron Lee Du Teitsson Ármann
-105,0 kg Ástmundur Sigmarsson Selfoss
-105,0 kg Krzysztof Stanislaw Pokojski Breiðablik
-105,0 kg Ásmundur R. Ólafsson Massi
-105,0 kg Nikulás Rúnar Sigurðsson Akranes
-105,0 kg Ingi Stefán Guðmundsson Sindri
-120,0 kg Ragnar Axel Gunnarsson Massi
-120,0 kg Árni Freyr Stefánsson Akranes
-120,0 kg Fannar Dagbjartsson Ármann
-120,0 kg Stefán Svavarsson Massi
-120,0 kg Birgir Sólveigarson Selfoss
+120,0 kg Sigfús Helgi Kristinsson Akranes
+120,0 kg Daníel Geir Einarsson Selfoss


ÍM í bekkpressu – skráningarfrestur

Skráning  stendur yfir á Íslandsmeistarmótið í bekkpressu sem fram fer á Akranesi 29.janúar nk.
Mótið er í umsjón Kraftlyftingafélags Akraness og fyrsta mót ársins sem gildir í stigakeppni félaga.
Skráningarfrestur er til miðnættis 15.janúar og skulu félögin nota þetta eyðublað í skráningu:  im_BEKK_11 og senda á [email protected] með afrit á [email protected]
Eingöngu þeir sem eru skráðir fá aðgang að upphitunar- og keppnissvæði.
Keppnisgjaldið er 2500 og skal greitt inn á reikning mótshaldara eins og fram kemur á eyðublaðinu.

ATH: samkvæmt nýjum reglum keppa menn í þeim þyngdarflokki sem þeir eru skráðir í, ekki er hægt að breyta eftir að skráningarfrestur er útrunninn.

ATH: að þessu sinni verður skráningarlistinn borið saman við Felix, skráningarkerfi ÍSÍ. Eingöngu þeir sem eru rétt skráðir þar eru gjaldgengir á Íslandsmótinu.

Kraftlyftingaþing

Þing Kraftlyftingasambands Íslands verður haldið á Akranesi 29.janúar nk.  í tengslum við Íslandsmeistaramótið  í bekkpressu. Í tengslum við þingið verða afhentar viðurkenningar til kraftlyftingfélags og kraftlyftingamanns og -konu ársins 2010.

Kraftlyftingafélag Akraness

Starf Kraftlyftingafélags Akraness stendur með miklum blóma, en þar eru menn búnir að gera upp æfingaraðstöðuna sína og hyggja á bætingar.

Sigurjón Pétursson formaður Kraft og varaformaðurinn Guðjón Hafliðason hittu stjórnina á fundi í herbúðum þeirra á Akranesi þriðjudaginn 21. september sl.

Heimsóknin var einkar ánægjuleg og áttu þeir félagar gott spjall við drífandi og áhugasama Skagamenn.

Eftir fundinn var kíkt á lyftingaraðstöðuna og stórgóð tækin, hnébeygjustatíf og bekk, smíðuð af Baldvin „bekk”.
Nokkrir fundarmanna tóku æfingu og urðu þeir Sigurjón og Guðjón þar vitni að frábærum tilþrifum 17 ára nýliða í kraftlyftingum, sem er í raun nýbyrjaður að æfa. Drengurinn heitir Jón Haukur Pálmarson 17 ára og gerði hann sér lítið fyrir og jafnaði Íslandsmetið í sínum þyngdarflokki í réttstöðulyftu  þarna á æfingunni. Hann skellti sem sagt upp 180 kg. 
Jón Haukur stefnir að því að keppa á Bikarmótinu, og verður sjálfsagt ekki eini Skagamaðurinn sem lætur til sín taka þar.

Félagið heldur Íslandsmeistaramótið í bekkpressu eftir áramót, en keppendur geta hlakkað til ef framkvæmdin verður í líkingu við mótið sem þeir héldu í fyrra.