Úthlutun úr afrekssjóði ÍSÍ

Í dag var úthlutað úr afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2015, samtals rúmlega 122 milljónir króna og féll verulegur skerfur í hlut Kraftlyftingasambands Íslands, eða 5.420.000 krónur vegna verkefna landsliðsins og 8 einstaklinga.
Auðunn Jónsson hlaut A-styrk aftur í ár, Júlían J. K. Jóhansson hlaut C-styrk og hlaut sambandið eingreiðslustyrk vegna verkefna 6 annarra landsliðsmanna. .
YFIRLIT YFIR STYRKVEITINGAR

Kostnaðaráætlun þeirra verkefna sem sótt var um styrk til úr sjóðnum alls var upp á 1.034 m. krónu, svo þessi úthlutun dugar skammt, dekkar 11.8% af þeim kostnaði sem sérsamböndin telja sig þurfa að leggja í vegna verkefna sinna afreksmanna.

Fyrir KRAFT kemur styrkurinn sér mjög vel og er viðurkenning á markvissu og öflugu starfi sambandsins að afreksmálum undanfarin ár og hvatning til áframhaldandi dáða.Sambandinu og einstaklingunum sem í hlut eiga er með þess sýnt traust.

Framundan er spennandi keppnistímabil, en fyrsta landsliðsverkefnið er Norðurlandamót unglinga sem fer fram í Finnlandi í lok febrúar

Íþróttamenn ársins 2014

Stjórn Kraftlyftingasambands Íslands hefur valið Júlían J.K. Jóhannsson, Ármanni, kraftlyftingamann ársins 2014 i karlaflokki og Ragnheiði K. Sigurðardóttur, Gróttu, í kvennaflokki.

Júlían J.K. Jóhannsson, er fæddur 1993 en er þrátt fyrir ungan aldur í 12.sæti á heimslista í sínum flokki. Hann á mjög gott keppnistímabil að baki þar sem hann hefur sýnt stöðugar framfarir og bætt Íslandsmetin í sínum flokki í öllum greinum. Júlían hefur náð eftirtektarverðum árangri á alþjóðamótum á árinu.

Helstu afrek 2014:
Evrópumót unglinga +120,0 kg flokki: 3.sæti og bronsverðlaun samanlagt.
Evrópumót unglinga +120,0 kg flokki: 3.sæti og bronsverðlaun í hnébeygju.
Heimsmeistaramót unglinga +120,0 kg flokki: 3.sæti og bronsverðlaun samanlagt Heimsmeistaramót unglinga +120,0 kg flokki: 2.sæti og silfurverðlaun í réttstöðulyftu.

Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir, Grótta,  er stigahæsta kona Íslands í kraftlyftingum á árinu. Ragnheiður er Íslandsmeistari í kraftlyftingum og í réttstöðulyftu og Norðurlandameistari í -57 kg flokki. Ragnheiður hefur bætt Íslandsmetin í öllum greinum í sínum flokki.

Helstu afrek 2014:
Norðurlandamót í kraftlyftingum -57,0 kg flokki: 1.sæti og gullverðlaun
Norðurlandamót í kraftlyftingum: 3 sæti á stigum
Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum -52,0 kg flokki: 1. sæti
Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum: 1.sæti á stigum
Íslandsmeistaramót í réttstöðulyftu – 57,0 kg flokki: 1 sæti
Íslandsmeistaramót í réttstöðulyftu: 1.sæti á stigum

Ný landsliðsnefnd

Breyting hefur orðið á skipan landsliðsnefndar KRAFT og hefur ný nefnd tekið til starfa.
Formaður er Kári Rafn Karlsson og með honum í nefndinni sitja Helgi Hauksson og Borghildur Erlingsdóttir.

Þrír kraftlyftingamenn fá afreksstyrki

Í dag var úthlutað úr afrekssjóði ÍSÍ með breyttum áherslum frá því sem verið hefur undanfarin ár.
Auðunn Jónsson, Breiðablik, fær A-styrk úr sjóðnum 2013.
María Guðsteinsdóttir og Júlían J.K. Jóhannsson, Ármanni, fá C-styrk í ár.
Auk þess var úthlutað til sambandsins vegna skilgreindra verkefna landsliðsins á árinu.

Þetta er fagnaðarefni og hvetur bæði afreksmönnum og sambandinu til dáða við að ná markmiðum afreksstefnu sinni.

Frétt ÍSÍ má lesa hér

Afreksstefna samþykkt

Stjórn KRAFT lagði fram tillögu að afreksstefnu sambandsins á fundi með formönnum félaga 21.maí sl.
Á fundinum voru framtíðarmarkmið og stefnumál sambandsins rædd og ymislegt lagfært í tillögum stjórnar.
Afreksstefnan hefur nú verið birt undir AFREKSMÁL og verður unnið samkvæmt þessum markmiðum á næstu árum.

Til að stefnan nái fram að ganga þurfa allir að leggjast á eitt, hver á sínum stað. Stjórn sambandsins í sínum störfum, stjórnir félaganna á sínum vettvangi og fyrst og fremst iðkendur íþróttarinnar sem æfa og leggja mikið á sig á hverjum degi. Gott samstarf byggt á gangkvæmri virðingu og skilningi er grunnurinn sem við viljum leggja.