Skip to content

Sturla í 11. sæti á EM öldunga í klassískum kraftlyftingum.

Sturla Ólafsson hefur lokið keppni á EM öldunga í klassískum kraftlyftingum. Sturla sem keppti í -105 kg flokki M2 var að keppa á sínu fyrsta alþjóðamóti og náði persónulegum bætingum bæði í hnébeygju og bekkpressu. Sturla lyfti mest 180 kg í hnébeygju sem var bæting um 4 kg og í bekkpressu endaði hann með 110 kg sem er bæting um 10 kg. Í réttstöðulyftu náði hann einungis að lyfta byrjunarþyngdinni 200 kg en samanlagt lyfti hann 490 kg sem skilaði honum 11. sætinu í flokknum.

Til hamingju Sturla með árangurinn og fyrsta alþjóðamótið!

Síðar í dag keppir Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir sem byrjar kl. 17:30.