Skip to content

Stjarnan stigahæsta liðið í karlaflokki.

Þau leiðu mistök áttu sér stað við útreikning stiga í liðakeppni karla á Íslandsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum, að lið KFA var lýst sem sigurvegari.
Hið rétta er að karlalið Stjörnunnar í Garðabæ var stigahæst á mótinu og hlýtur því titilinn.
Aðstandendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum og verðlaunum verður komið til réttra aðila hið fyrsta.