Skip to content

Staðan í liðakeppninni

  • by

Nú þegar styttist í bikarmót KRAFT er áhugavert að rifja upp stöðuna  í liðakeppninni.
UMFN Massi hefur nokkra forystu, en Ármenningar eru fast á hælum þeim, og Breiðablik þar á eftir.
http://kraftis.azurewebsites.net/felog/stada/

Augljóslega hafa stærstu félögin forskot vegna stærðar sinnar, en Sindri á Höfn sýnir að lítið félag geti líka látið til sín taka.

Nú er eftir að sjá hvort félögin hugsi taktísk og skrái keppendur sína í þyngdarflokka þar sem líkleg stig eru í boði eða hvort menn mæti einfaldlega til leiks og láta niðustöðuna ráðast.

Mörg stig eru í boði á bikarmótinu, og svo er eftir Íslandsmótið í réttstöðulyftu sem líka gefur stig í keppninni um kraftlyftingafélag ársins.

Leave a Reply