Skip to content

Sóley Margrét Jónsdóttir tilnefnd sem Íþróttamaður ársins.

Samtök íþróttafréttamanna upplýstu nú í morgun hvaða 10 íþróttamenn urðu efstir í kjöri þeirra til Íþróttamanns ársins og þar á meðal er Sóley Margrét Jónsdóttir. Sóley er vel að þessari tilnefningu komin enda Evrópumeistari í kraftlyftingum og silfurverðlaunahafi á HM.

Kjörið verður sýnt í beinni dagskrá á RÚV fimmtudaginn 4. janúar kl. 19:35. Við hvetjum alla kraftlyftingaunnendur til þess að fylgjast með kjörinu. Áfram Sóley!