Skráningu er lokið á Íslandsmótið í kraftlyftingum með búnaði og á Æfinga- og byrjendamótið í kraftlyftingum. Stjórn KRAFT og mótanefnd hafa gefið mótshaldara leyfi til þess að halda bæði mótin á laugardeginum 1. febrúar en mótin eru í umsjá Lyftingadeildar KA og fara fram á Akureyri. Mótsstaður og nánari tímasetning verða auglýst síðar. Lokafrestur til að greiða skráningargjöld og breyta um þyngdarflokk er til miðnættis laugardaginn 18. janúar.