Skip to content

Skráning hafin á ÍM í mars

  • by

Opnað er fyrir skráningu á Íslandsmeistaramótin í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum sem fram fara í Mosfellsbæ helgina 27. og 28. mars nk. Keppt er í öllum aldursflokkum.
Endanlegt tímaplan verður birt þegar lokaskráning liggur fyrir og fer eftir fjölda keppenda. Farið verður í öllu eftir þeim sóttvarnarreglum sem kunna að vera i gildi og getur það líka haft áhrif á skipulagið.
Skráningarfrestur er til miðnættis 6.mars. og skal senda skráningu til hjaltiar@simnet.is með afrit til kraft@kraft.is
Frestur er svo til miðnættis 13.mars til að breyta skráningu og greiða keppnisgjald.
Gjaldið er 7500 ISK og skal greitt inn á reikning KRAFT 552-26-007004, kt . 700410-2180. Sendið afrit af kvittun með nafn félagsins á kraft@kraft.is

Í skráningu skal koma fram nafn félags og nafn og símanúmer ábyrgðarmanns skráningar, nafn, kennitala og þyngdarflokk keppanda og skal taka skýrt fram í hvaða keppni viðkomandi er skráður; með eða án búnaðar, í opnum eða aldurstengdum flokki. Skrá skal líka alla aðstoðarmenn og hafa eingöngu skráðir aðilar aðgang að keppnissvæði.
Á öllum meistaramótum gildir sú regla að keppendur hafi verið skráðir í kraftlyftingafélagi í amk þrjá mánuði.

Samkvæmt 22.grein í mótareglum er félögum skylt að skrá til starfa dómara/starfsmenn og tekur skráning í raun ekki gildi fyrr en það ákvæði hafi verið uppfyllt. Margar hendur þarf við framkvæmd og hvetjum við félög til að leggja mótshaldara lið og útvega dómara og stangarmenn svo mótin geti farið vel fram. Best væri að skrá starfsmenn um leið og keppendur, en vegna sóttvarnarreglna þarf nafnalisti að liggja fyrir.