Skip to content

Sindri Freyr með þrjú íslandsmet

  • by

Sindri Freyr Arnarson stóð sig vel á EM unglinga í dag. Hann lyfti í -66,0 kg flokki og bætti árangur sinn svo um munaði, eða úr 502,5 í 515 kg sem er nýtt íslandsmet í flokknum. Hann sett líka íslandsmet í hnébeygju og bekkpressu.
Við óskum honum innilega til hamingju með góðan árangur.

Hér má finna tengil á heildarúrslit: http://www.europowerlifting.org/results.html

Sindri hefur nú gefið tóninn fyrir íslenska liðið. Á morgun stendur félagi hans úr Massa, Daði Már Jónsson í eldlínunni. Hann lyftir í -74,0 kg flokki og hefst keppnin kl. 17.30 að íslenskum tíma.

Tags: