Skip to content

Sindri Freyr lyftir á morgun

  • by

Sindri Freyr Arnarson, Massamaður, stígur á svið á EM unglinga á morgun kl. 17.00 á íslenskum tíma.
Hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu á vefnum: http://goodlift.info/live.php

Sindri lyftir í -66,0 kg flokki unglinga, en hann er fæddur 1992. Sindri á best 502,5 kg og mætir mjög sterkum andstæðingum í flokknum. Markmiðið verður fyrst og fremst að halda einbeitingu og ná út öllu því sem búið er að leggja inn fyrir á löngum og ströngum æfingum í vetur. Það verður spennandi að sjá hversu langt það nær.

Við eigum von á bætingum og óskum Sindra og hans aðstoðarmönnum í Tékklandi góðs gengis.