Skip to content

Sérhæft skyndihjálparnámskeið

  • by

Sérhæft skyndihjálparnámskeið verður haldið á vegum KRAFT nk helgi.
Um er að ræða 12 klst námskeið  viðurkennt af Rauða kross Íslands, en með sérstakri áherslu á meiðsli og skaða sem eru líkleg meðal kraftlyftingamanna og þess vegna um sérstakt tækifæri að ræða.
Kennt verður laugardag og sunnudag og hvetjum við félög og einstaklinga að taka þátt og læra réttu viðbrögðin. Æskilegt væri að öll félög sendi mann á slíkt námskeið.
NÁMSEFNI
Nánari upplýsingar um námsefni og fyrirkomulag hjá kennara námskeiðsins Jóni Garðari, 847-2079. Upplýsingar og skráning á kraft@kraft.is
Athugið að í sumum tilfellum styrkja stéttarfélög og vinnustaðir starfsmönnum á námskeið sem þessi. Fyrir þá sem ætla í Þjálfara 2 nám er skilyrði að geta lagt fram vottun um námskeið af þessu tagi.

Tags: