Skip to content

Seltjarnarnesmótið – úrslit

  • by

Stórt og mikið bekkpressumót lauk í íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi fyrir stundu. Konur og karlar úr 6 félögum reyndu með sér í klassiskri bekkpressu, eða bekkpressu án útbúnaðar.
Veitt voru verðlaun í öllum þyngdarflokkum, en stigaverðlaun kvenna hlaut Anna Hulda Ólafsdóttir, Breiðablik, fyrir 70 kg í -63,0 kg flokki og í karlaflokki sigraði Aron Lee Du Teitsson, Gróttu, sem lyfti 170 kg i -83,0 kg flokki.
Hér má sjá HEILDARÚRSLIT.
Dómarar á mótinu voru Geir Þórólfsson, Guðrún Bjarnadóttir og Herbert Eyjólfsson. Þulur var Sigurjón Pétursson.

Kraftlyftingafélögin tvö á Nesinu, Zetórar og Kraftlyftingadeild Gróttu, stóðu saman að skipulag mótsins og var undirbúningurinn til fyrirmyndar. Þetta var frumraun þeirra í mótahaldi og margir að gera hlutina í fyrsta skipti. Nokkrir tæknilegir hnökrar í upphafi mótsins komu ekki í veg fyrir að mótið sem heild fór vel fram og áhorfendur skemmtu ser konunglega.
Við óskum bæði keppendum og mótshöldurum til hamingju með mótið.