Skip to content

SBD mótið í klassískum kraftlyftingum.

Nú er komið að þessum stórviðburði sem fer fram í Sheffield sunnudaginn nk. þar sem keppt verður um titilinn ,,Meistari meistaranna“. Til leiks mætir sterkasta klassíska kraftlyftingafólk heims, 12 konur og 12 karlar sem munu keppa þvert á þyngdarflokka eftir IPF GL stigum. Bein útsending verður frá mótinu á Youtube rás SBD.