Skip to content

Sæmundur Guðmundsson keppir á EM öldunga í kraftlyftingum með búnaði.

Evrópumeistaramót öldunga í kraftlyftingum með búnaði fer fram dagana 1.–4. maí en mótið er að þessu sinni haldið í Hamm/Luxemburg. Fyrir hönd Íslands keppir Sæmundur Guðmundsson í aldursflokknum 70-79 ára en honum til aðstoðar á mótinu verður Kristleifur Andrésson þjálfari.

Keppnisdagskrá íslenska hópsins:

Miðvikudagur 1. maí
Sæmundur Guðmundsson   -83 kg flokki. Keppni hefst  kl. 14.00 að íslenskum tíma.