Skip to content

Róbert keppir á HM

  • by

Heimsmeistaramót unglinga í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum er nú í fullum gangi í Istanbul í Tyrklandi.
Ísland sendir einn keppanda að þessu sinni; Róbert Guðbrandsson.
Hann keppir i -120kg flokki drengja á sunnudaginn 4.september kl 10.00 á íslenskum tíma.
Þetta er fyrsta alþjóðamót Róberts, en hann hefur á stuttum ferli sínum sett mörg íslandsmet í sínum aldursflokki og sannað að hann hafi framtíðina fyrir sér.
Hann fer utan í dag og honum til aðstoðar er Auðunn Jónsson. Við munum fylgjast spennt með og óskum honum góðs gengis!
Steymt er frá mótinu