Skip to content

RIG 22

  • by

Reykjavik International Games hefjast um helgina. Keppt verður í tuttugu og einni grein að þessu sinni.
Faraldurinn setur mark sitt á leikana annað árið í röð og verða áhorfendur ekki leyfðir á viðburði.
Kraftlyftingamótið fer fram í Laugardalshöll á sunnudaginn 30.janúar og hefst kl 14.00.
Erlendir keppendur eru Kimberly Walford og Danielle Todman frá USVI og Tony Cliffe frá Bretlandi.
Keppendur hafa verið rækilegar kynntir á Instagram, en endanlegur keppendalisti verður birtur hér þegar hann liggur fyrir. Eins og hjá handboltaliðinu hafa menn verið að detta inn og út úr sóttkví og ennþá tvísýnt um þátttöku nokkurra einstaklinga.

Áhorfendur eru sem fyrr sagði ekki leyfðir á mótið. RÚV mun sjá um streymi frá atburðinum verður linkurinn birtur á miðlum KRAFT.