Skip to content

RIG 2022 – úrslit

  • by

Kraftlyftingakeppnin á Reykjavíkurleikunum fór fram 30.janúar í Laugardalshöll. Mótið tóks vel og var mikil stemning í keppendum og áhorfendum og árangur góður.
ÚRSLIT
Mörg met féllu á mótinu, bæði persónuleg met, Íslandsmet og alþjóðamet.
Matthildur Óskarsdóttir setti Evrópumet unglinga -84 í bekkpressu, eins og hún hafði lofað fyrirfram, með 122,5 kg.
Elsa Pálsdóttir setti heimsmet M3 -76 í hnébeygju 137,5, réttstöðulyftu 162,5 og samanlögðu 362,5 kg.
Kimberly Walford frá USVI setti heimsmet M1 í -76 í hnébeygju 192,5 kg og samanlagt 547,5 kg.

Gull: Kimberly Walford. Silfur: Arna Ösp Gunnarsdóttir, Brons: Danielle Todman.
Verðlaunin afhentu Gaston Parage, forseti IPF og Veronika Kondraschow, jury á mótinu
Gull: Tony Cliffe. Silfur: Viktor Samúelsson. Brons: Alexander Örn Kárason.
Verðlaunin afhentu Gaston Parage, forseti IPF og Veronika Kondraschow, jury á mótinu