Skip to content

RIG 2020

  • by

Stærsta íþróttamót ársins, Reykjavik International Games, hefst á morgunn og stendur yfir til 2.febrúar. Þetta er í 13.sinn sem leikarnir fara fram og í ár eru 23 keppnisgreinar á dagskrá og von á yfir 1000 erlendum keppendum til landsins. DAGSKRÁ

Keppnisár IPF og KRAFT hefst á klassísku boðsmóti sem fer fram í Laugardalshöllinni sunnudaginn 26.janúar og hefst kl. 10.00 Tíu konum og tíu körlum hafa verið boðin þátttaka og má kynnast þeim betur á facebooksíðu mótsins. Meðal keppenda er ríkjandi heimsmeistari kvenna í -72 kg flokki og Evrópumeistari karla í +120 kg flokki. Streymt verður frá keppninni. Kraftlyftingadeild Ármanns hefur veg og vanda af framkvæmd mótsins.

Aðgangseyrir er 1000 kr fyrir 12 ára og eldri og er hægt að kaupa miða á alla viðburði RIG hér:
Í anddyri hallarinnar verða margar íþróttagreinar með kynningar og tækifæri fyrir gesti til að spreyta sig á þeim.
Við hvetjum alla íþrótta- og kraftlyftingaáhugamenn til að nota tækifærið og njóta þessarar íþróttaveislu á staðnum eða í sjónvarpi, en mikil dagsskrá verður á RÚV frá leikjunum.