Skip to content

Rífandi gangur á Akureyri

  • by

kfaMikil uppbygging hefur átt sér stað hjá Kraftlyftingafélagi Akureyrar undanfarið og nú hefur félagið flutt í nýja og glæsilega æfingaraðstöðu að Sunnuhlíð 12 eins og sjá má á facebooksíðu félagsins.
Skipulögð æfingartafla hefur tekið gildi og er lögð sérstök áhersla á að taka vel á móti ungum byrjendum sem fá þjálfun og aðstoð við hæfi af reyndum meðlimum félagsins.
Með þessu stendur félagið heldur betur undir nafnbótinni Fyrirmyndarfélag.

Við óskum norðanmönnum til hamingju með þetta góða starf. Verið er að kynna íþróttina okkar fyrir nýja kynslóð og er það framtak til eftirbreytni. Sterkir kraftlyftingafmenn hafa löngum komið frá Akureyri og hér stefnir allt í að svo verði áfram.

Nú er mál fyrir KFA-menn að mæta á staðinn og taka á því. Og fyrir meðlimi annara félaga að leggja leið sína norður í sumar og taka æfingu við fyrsta flokks aðstæður.

 

Tags: