Skip to content

Reykjavíkurleikarnir 2024.

Nú styttist í RIG en leikarnir fara fram helgarnar 25.–28. janúar og 2.–4. febrúar. Kraftlyftingamótið verður haldið í Laugardalshöllinni sunnudaginn 28. janúar og hefst kl 14.00 í beinu framhaldi af mótinu í ólympískum lyftingum. Kraftlyftingamótið er klassískt þríþrautarmót þar sem keppt verður á IPF-GL stigum í karla- og kvennaflokki og verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.

Í tengslum við leikana mun Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari og ólympíufari halda fyrirlestur þann 27. janúar en meira um það síðar.

Keppendalisti liggur fyrir og mæta 8 konur og 8 karlar til leiks.

KONUR:
Lucie Stefaniková
Drífa Ríkarðsdóttir
Arna Ösp Gunnarsdóttir
Íris Rut Jónsdóttir
Kristrún Sveinsdóttir
Kolbrún Katla Jónsdóttir
Hanna Jóna Sigurjónsdóttir
Signý Lára Kristinsdóttir

KARLAR:
Friðbjörn Bragi Hlynsson
Harrison Asena Kidaha
Máni Freyr Helgason
Helgi Arnar Jónsson
Filippus Darri Björgvinsson
Alvar Logi Helgason
Hilmar Símonarson
Sebastiaan Dreyer