Skip to content

Reglur um mótahald

  • by

Nú er keppnistímabilinu svo gott sem lokið og þá gefst tóm til annars en bara að æfa, eins og t.d. að kynna sér vel nýju reglugerðinni um mótahald sem er komin upp á vefinn. http://kraftis.azurewebsites.net/um-kraft-2/reglur/

Þar eru ýmis ákvæði sem koma ðllum við. Við viljum benda sérstaklega á ákvæðið um gjaldgengi manna í keppni. Í reglunum segir skýrt að eingöngu þeir sem eru löglega skráðir meðlimir mega taka þátt í mótum KRAFT. Að vera löglega skráður þýðir að vera skráður í skráningarkerfi ÍSÍ, Felix. Sá aðlögunartími sem félögin hafa fengið að þessu ákvæði er nú liðinn, og á nýju ári verða skráningarlistar bornir saman við skráningu Felix og þeir eingöngu samþykktir sem eru á þeim lista. Það er ábyrgð hvers félags að skrá sína keppendur eins og á að gera.

Í reglunum er líka ákvæði um að menn þurfa að hafa verið skráðir í félag í amk mánuð áður en þeir fá að keppa fyrir hönd félagsins.
Þetta þýðir m.a. að þeira sem ætla sér að taka þátt í Íslandsmeistaramótið í bekkpressu í lok janúar þurfa að hafa gengið frá réttri skráningu fyrir áramót.

Leave a Reply