Skip to content

Ráðstefna um afreksvæðingu í íþróttum barna og ungmenna.

Miðvikudaginn 22. janúar fer fram ráðstefna í Háskólanum í Reykjavík í tengslum við Reykjavíkurleikana (RIG) en ráðstefnan er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ, ÍBR og HR. Ráðstefnan hefur fengið heitið „Meira eða minna afreks?“ en á henni verður einblínt á snemmtæka afreksvæðingu í íþróttum bara og ungmenna og áhrif hennar á ungt fólk. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að heyra í alþjóðlegum og innlendum sérfræðingum segja frá niðurstöðum úr nýjustu rannsóknum og ræða mikilvægi þess að hafa jafnvægi milli keppni og vellíðunar í íþróttum barna og ungmenna.

Ráðstefnan leitar svara við eftirfarandi spurningum:
Hvenær ætti sérhæfing barna og ungmenna í íþróttum að hefjast?
Hvernig getum við mótað afreksfólk án þess að fórna leikgleðinni?
Verða bestu börnin endilega afreksfólk í framtíðinni?

Á meðal fyrirlesara eru:

Dr. Carsten Hvid Larsen, yfirsálfræðingur danska knattspyrnusambandsins.
Katie Castle, sálfræðingur og fyrrverandi afreksíþróttakona í fimleikum.
Christian Thue Björndal, dósent við Norska Íþróttaháskólann í Ósló en hann hefur starfað sem handboltaþjálfari og rannsakandi.
Daði Rafnsson, sálfræðingur og doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík en hann er með mikla reynslu í knattspyrnuþjálfun.

Nánari dagskrá og tímasetningar má finna hér:
Skráning er bæði í sal og í streymi

Ráðstefnustýra verður Silja Úlfarsdóttir.