
Hreinn kraftur
Sumarfjarnám í þjálfaramenntun ÍSÍ 1. og 2. stig
Sumarfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. og 2. stigs hefst mánudaginn 12. júní nk. Fyrir þá sem hafa hug á að taka þjálfaranám KRAFT (stig 1 og 2) er nauðsynlegt að ljúka samsvarandi stigi í þjálfaranámi ÍSÍ. Við hvetjum þá sem hafa áhuga þjálfaranámi að skoða þetta vel. Nánari upplýsingar má finna hér: https://isi.is/fraedsla/thjalfaramenntun-isi/
NM unglinga í september – uppfærður hópur
Landsliðsnefnd hefur í samráði við stjórn uppfært lista yfir þá sem hafa verið valdir til keppni á NM unglinga. Mótið fer fram í Lilleström í Noregi 16.-17. september nk. Listinn er birtur með fyrirvara um mögulegar breytingar, þ.e. ekki er útilokað að bæst geti við listann og/eða að einhverjir keppendur sem eru einnig tilnefndir í… Read More »NM unglinga í september – uppfærður hópur
Leiðbeiningar frá IPF um túlkun keppnisreglna
Framkvæmdanefnd IPF ræddi á fundi sínum í apríl sl. túlkun keppnisreglna og var það niðurstaða nefndarinnar að nokkuð væri um það að að keppnisreglur væru ekki túlkaðar rétt af dómurum þegar kæmi að hnébeygju og réttstöðu. IPF biður alla dómara, þjálfara og keppendur að taka mið af þessu. Ath. að ekki er um reglubreytingu að… Read More »Leiðbeiningar frá IPF um túlkun keppnisreglna
ÍM í réttstöðu – úrslit komin á netið
Úrslit má finna á síðu KRAFT: https://results.kraft.is/meet/kraft-im-i-rettstodulyftu-2023 – búnaður. https://results.kraft.is/meet/kraft-im-i-klassiskri-rettstodulyftu-2023 – klassík.
ÍM í réttstöðu – myndir
Myndasafn frá Íslandsmótinu í réttstöðu sem fram fór í KA heimilnu í dag https://photos.app.goo.gl/UskovAtz8Q3km3g59
ÍM í réttstöðu – tímaáætlun og staðsetning
Kl. 8.00 vigtun og keppni hefst kl. 10:00 Holl 1 Allir keppendur í búnaði KK og KVK (6 manns) Holl 2 KK – klassík 74kg – 93kg (14 manns) Kl. 11.00 vigtun og keppni hefst kl. 13:00 Holl 1 Allir KVK keppendur í klassík (15 manns) Holl 2 KK – Klassík 105-120 kg (14 manns)… Read More »ÍM í réttstöðu – tímaáætlun og staðsetning
Alex í fimmta sæti á EM
Alex Cambray Orrason frá KA keppti í gær á EM í búnaði í -93 kg flokki. Hann lyfti 317,5 kg í hnébeygju og var hársbreidd frá því að fá gilda lyftu með 330 kg (tvö rauð ljós á dýpt) sem hefði fleytt honum í verðlaunasæti í beygjunni. Í bekkpressu lyfti hann 207,5 kg og 270… Read More »Alex í fimmta sæti á EM
Sóley Evrópumeistari með yfirburðum!
Sóley Margrét Jónsdóttir átti gríðarlega góðan dag á Evrópumótinu í kraftlyftingum í búnaði í Thisted í Danmörku en hún lauk keppni áðan. Skemmst er frá því að segja að hún sigraði í +84 kg flokki með yfirburðum og tryggði sér þar með Evrópumeistaratitil! Sóley er 22 ára gömul og á eftir eitt ár í unglingaflokki… Read More »Sóley Evrópumeistari með yfirburðum!
EM í kraftlyftingum í búnaði
EM í kraftlyftingum í búnaði er hafið. Mótið fer fram í Thisted í Danmörku. Okkar fólk keppir um helgina. Alex Cambrey Orrason (93kg) keppir á laugardaginn kl.13. Sóley Margrét Jónsdóttir (+84kg) keppir á sunnudaginn kl.8. Beint streymi verður á ,,live” síðu Goodlift https://goodlift.info/
ÍM í réttstöðu – skráningargjald og þyngdarflokkar
Minnt er á að frestur til að greiða skráningargjöld og gera breytingar á þyngdarflokkum er til miðnættis laugardaginn 6. maí nk.









