
Hreinn kraftur
Skráning er hafin á Bikarmótin í kraftlyftingum.
Skráning er hafin á Bikarmótin í kraftlyftingum sem haldin verða helgina 21.–22. október nk. Bæði verður keppt í kraftlyftingum með útbúnaði og í klassískum kraftlyftingum. Mótin eru í umsjá Kraftlyftingafélags Mosfellsbæjar og fara fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá, Mosfellsbæ. Endanleg dag- og tímasetning verður ákveðin þegar skráningu er lokið og keppendafjöldi liggur fyrir. Félög skulu… Read More »Skráning er hafin á Bikarmótin í kraftlyftingum.
Haustfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun.
Haustfjarnám 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ hefst mánudaginn 25. sept. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Skráning fer fram á Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/isi… Read More »Haustfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun.
Vestur-Evrópumótið – Stigakeppni einstaklinga og liða.
Vestur-Evrópumótinu er lokið og getur íslenska landsliðið vel við unað. Tveir keppendur, þeir Friðbjörn Hlynsson og Guðfinnur Snær Magnússon, urðu Vestur-Evrópumeistarar en þess fyrir utan unnu Íslendingar til þriggja silfurverðlauna og fimm bronsverðlauna. Þá eru ótalin þau fjölmörgu verðlaun sem keppendur hlutu í hverri grein fyrir sig. Í stigakeppni einstaklinga varð Guðfinnur Snær Magnússon stigahæstur… Read More »Vestur-Evrópumótið – Stigakeppni einstaklinga og liða.
Guðfinnur Snær er Vestur-Evrópumeistari í kraftlyftingum.
Síðasta keppnisdeginum á Vestur-Evrópumótinu lauk í gær en þá var keppt í kraftlyftingum með útbúnaði. Sex íslenskir keppendur stigu á keppnispall, tvær konur og fjórir karlar. Halla Rún Friðriksdóttir sem keppti í -76 kg flokki féll því miður úr keppni í hnébeygjunni en bætti sér það upp með gullverðlaunum í bekkpressu og réttstöðulyftu. Þóra Kristín… Read More »Guðfinnur Snær er Vestur-Evrópumeistari í kraftlyftingum.
Eitt silfur og þrjú brons á Vestur-Evrópumótinu í klassískum kraftlyftingum.
Átta íslenskir keppendur luku keppni í klassískum kraftlyftingum á öðrum degi Vestur-Evrópumótsins. Var árangurinn í heildina góður og náði hópurinn að sópa að sér mörgum verðlaunum. Ragnhildur Marteinsdóttir sem keppti í -76 kg flokki, byrjaði brösuglega í hnébeygjunni sem kom þó ekki að sök, því í heildina átti hún mjög góðan dag á keppnispallinum. Ragnhildur… Read More »Eitt silfur og þrjú brons á Vestur-Evrópumótinu í klassískum kraftlyftingum.
Friðbjörn Hlynsson er Vestur-Evrópumeistari í klassískum kraftlyftingum og Hilmar Símonarson með silfur.
Þrír íslenskir keppendur luku í dag keppni í klassískum kraftlyftingum á fyrsta degi Vestur-Evrópumótsins sem fram fer um helgina í Reykjanesbæ. Óhætt er að segja að fyrsti keppnisdagurinn hafi komið vel út hjá íslensku keppendunum sem unnu til verðlauna og slógu Íslandsmet. Drífa Ríkarðsdóttir átti góða innkomu á sínu fyrsta alþjóðamóti og blandaði sér í… Read More »Friðbjörn Hlynsson er Vestur-Evrópumeistari í klassískum kraftlyftingum og Hilmar Símonarson með silfur.
Vestur-Evrópukeppnin – Beint streymi
Vestur-Evrópumótið í kraftlyftingum (klassík og útbúnaður) fer fram dagana 8.-10. september. Mótshaldari er Kraftlyftingafélagið Massi og fer mótið fram í Íþróttahúsinu, Norðurstíg 4 í Reykjanesbæ. Beint streymi verður frá mótinu: https://www.youtube.com/@goodlift-tv/streams
Vestur-Evrópukeppnin í kraftlyftingum – Kynning á keppendum sunnudaginn 10. sept.
Á sunnudaginn 10. sept. nk. keppa sex íslenskir keppendur í kraftlyftingum með útbúnaði. Keppendur eru eftirfarandi: Halla Rún Friðriksdóttir, sem keppir í -76 kg flokki, á langan keppnisferil að baki og hefur sett fimm Íslandsmet í öldungaflokki 50-59 ára. Hún er að keppa á sínu fyrsta Vestur-Evrópumóti. Halla keppir kl. 10:00. Þóra Kristín Hjaltadóttir,sem keppir… Read More »Vestur-Evrópukeppnin í kraftlyftingum – Kynning á keppendum sunnudaginn 10. sept.
Vestur-Evrópukeppnin í kraftlyftingum – Kynning á keppendum laugardaginn 9. sept.
Á laugardaginn 9. sept. nk. keppa níu íslenskir keppendur í klassískum kraftlyftingum. Keppendur eru eftirfarandi: Ragnhildur Sigríður Marteinsdóttir keppir í -76 kg flokki. Ragnhildur byrjaði að keppa í kraftlyftingum fyrir tveimur árum síðan og er að keppa á sínu fyrsta alþjóðamóti. Ragnhildur keppir kl. 10:00. Þorbjörg Matthíasdóttir, sem keppir í +84 kg flokki, byrjaði sinn… Read More »Vestur-Evrópukeppnin í kraftlyftingum – Kynning á keppendum laugardaginn 9. sept.
Vestur-Evrópukeppnin í kraftlyftingum – Kynning á keppendum föstudaginn 8. sept.
Vestur-Evrópukeppnin í kraftlyftingum er framundan en að þessu sinni fer mótið fram í Reykjanesbæ 8.-10. sept. næstkomandi. Til leiks mæta um 100 keppendur frá 11 löndum og íslenski landsliðshópurinn mun án efa blanda sér í baráttu um verðlaunasæti. Í klassískum kraftlyftingum keppa 12 Íslendingar og 6 keppendur munu keppa í kraftlyftingum með útbúnaði. Næstu daga… Read More »Vestur-Evrópukeppnin í kraftlyftingum – Kynning á keppendum föstudaginn 8. sept.









