Skip to content

Orðsending til landsliðsmanna

  • by

Að gefnu tilefni vil landsliðsnefnd benda landsliðsmönnum á eftirfarandi:

Kraftlyftingasambands Íslands greiðir þátttökugjald og dopingfee (90 Evrur) fyrir alla sem eru skráðir á alþjóðamót. Það er ekki endurkræft þó skráður keppandi hætti við þátttöku.

Allir landsliðsmenn hafa undirritað landsliðssamning þar sem segir í 6.grein:

……. Hætti keppandi að eigin frumkvæði við þátttöku í keppni sem hefur verið ákveðin skv. samningi þessum án þess að góðar og gildar ástæður liggi til grundvallar þeirri ákvörðun, er keppanda skylt að endurgreiða KRAFT allan útlagðan kostnað og styrki vegna fyrirhugaðrar þátttöku.

Þetta á t.d. við varðandi þessar 90 Evrur sem þarf að endurgreiða ef hætt er við þátttöku eftir að skráning hefur farið fram.