Skip to content

Nýtt ár og nýjar reglur

  • by

Kraftlyftingasamband Íslands óskar öllum félögum og stuðningsmönnum gleðilegs árs.

Ýmsar nýjar reglur tóku gildi um áramót og ber fyrst að nefna IPF formúluna sem nú hefur tekið við af Wilkstöflunni við útreikningu stiga.
Hér má skoða nánar.
Reiknivél.
Nýr listi yfir löglegan búnað hefur tekið gildi og síðast en ekki síst taka breytingarnar á keppnisreglum sem samþykktar voru á síðasta þingi gildi f.o.m. 1.janúar. Hér má finna reglurnar á ensku, en verið er að ganga frá íslenskri þýðingu.
WADA hefur líka uppfært sinn lista yfir bönnuðum efnum.

Nauðsynlegt er að menn kynni sér þessar breytingar vel, bæði keppendur, dómarar og mótshaldarar.