Skip to content

Nýr vefur

  • by

Kraft.is, vefur KRAFT, hefur fengið nýtt og nútímalegra útlit, í takt við nýrri og nútímalegri vinnubrögð. Nýi vefurinn er auðveldari í notkun fyrir vefstjóra og gefur lesendum kost á að tjá sig um málefni og koma skoðunum sínum á framfæri. Tenging við facebook gefur lesendum kost á að deila fréttum með vinum sínum.
Verið er að vinna að uppfærslu á eldra efni og verður það aðgengilegt á nýju síðunni eftir því sem tími vinnst til. Hægt er að hafa samband við vefstjóra um upplýsingar á meðan.
Síðan hefur verið unnin í samstarfi við sixfootfour sem styrkir KRAFT með þessa vinnu og vistun á síðunni.

Það er von stjórnar KRAFT að nýja síðan verði liður í því öfluga uppbyggingarstarfi sem á sér stað innan kraftlyftingaíþróttarinnar.

Leave a Reply