Skip to content

Nýr alþjóðadómari

  • by

Laufey Agnarsdóttir hefur bæst í hóp alþjóðadómara IPF. Hún þreytti prófið á Norðurlandamóti unglinga í Svíþjóð um helgina og stóðst með glæsibrag.
Laufey hefur látið til sín taka víðar en úr dómarasætinu, en hún situr í stjórn KRAFT og í dómaranefnd.
Við óskum henni til hamingju með nýju réttindin og IPF til hamingju með nýjan metnaðarfullan dómara.

Laufey að loknu prófi með prófdómaranum Klaus Brostrøm