Skip to content

Nýr alþjóðadómari

  • by

Ísland eignaðist nýjan alþjóðlegan kraftlyftingadómara í síðustu viku þegar Kári Rafn Karlsson stóðst dómaraprófi IPF á Evrópumóti  unglinga í Rússlandi.

Kári er formaður Kraftlyftingafélags Akraness, gjaldkeri Kraftlyftingasambands Íslands og formaður landsliðsnefndar. Það verður því að segjast að hann leggi sitt af mörkum til eflingar íþróttarinnar í landinu.

Við óskum Kára til hamingju með áfangann.