Kraftaparið Elín María Guðbjartsdóttir og Auðunn Jónsson hafa verið óþreytandi í vinnu sinni fyrir íþróttina bæði í Breiðablik og fyrir sambandið. Undanfarið hafa þau einbeitt sér að nýliðunarstarfinu og nú hefur árangurinn komið í ljós 🙂
I nótt fæddist þeim sonur, 52 cm og 15 merkur. “Hel flottur” að sögn. Móður og barni líður vel. Litlar sögur fara af föðurnum, sem hugsanlega er sprunginn af stolti.
Við gleðjumst með þeim og sendum þeim hrikalegar hamingjuóskir – það dugar ekkert minna!