Skip to content

Nýárskveðja

Stjórn Kraftlyftingasambands Íslands sendir öllum meðlimum, félögum og velunnurum óskir um farsælt nýtt ár.

2010 hefur með sönnu verið merkilegt ár í sögu kraftlyftinga á Íslandi. Í apríl stofnaði ÍSÍ sérsamband um íþróttina og mikið uppbyggingarstarf hefur átt sér stað. Stjórnin vill þakka öllum sem hafa lagt hönd á plóginn á árinu; öllum stjórnum kraftlyftingafélaga á landinu, stjórnendum og starfsmönnum ÍSÍ, stuðningsaðilum, fréttamönnum, áhorfendum, dómerum; en fyrst og fremst keppendum og aðstoðarmönnum þeirra.

Með áframhaldandi samstilltu átaki mun 2011 verða ennþá betra kraftlyftingaár!

GLEÐILEGT NÝTT ÁR!

Tags:

Leave a Reply