Skip to content

Ný stjórn tekur til starfa

  • by

AAF01D04-4B3B-4724-98CE-D75D2410EE9FNý stjórn var kjörin á kraftlyftingaþingi 12.mars og hefur nú hist og skipt með sér verkum.
Borhildur Erlingsdóttir hefur tekið við formennsku og lyklavöld úr hendi Sigurjóns Péturssonar og var þessi mynd tekin við það tækifæri.
Varaformaður er Gry Ek, ritari er Rósa Birgisdóttir, gjaldkeri er Alex C. Orrason, meðstjórnendur eru Ása Ólafsdóttir, Kári Rafn Karlsson og Róbert Kjaran. Róbert tekur auk þess við ritstjórn kraft.is
Nú er verið að manna nefndir sambandsins og forgangsraða verkefnum, en mörg verkefni stór og smá bíða nýrrar stjórnar.