Skip to content

Norðurlandamót unglinga

  • by

Á föstudaginn hefst Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum í Portainen í Finnlandi.
Frá Íslandi mæta fimm keppendur.
Án búnaðar keppa Matthildur Óskarsdóttir, Grótta,í -72 kg flokki stelpna og Dagfinnur Ari Normann, Stjarnan, í -74 kg flokki unglinga karla. Í búnaði keppa Guðfinnur Snær Magnússon, Breiðablik, í -120 kg flokki drengja, Sindri Freyr Arnarson, Massi, í -74 kg flokki unglinga og Daníel Geir Einarsson, Breiðablik í +120 kg flokki unglinga.

Við óskum þeim öllum góðs gengis á mótinu!

Upplýsingar og úrslit: https://npfpower.wordpress.com/