Skip to content

NM unglinga

  • by

Norðurlandamót unglinga fer fram um helgina í Jönköping í Svíþjóð.
Keppt er í kraftlyftingum og bekkpressu með og án búnaðar. Frá Íslandi fer öflugur hópur ungmenna, sumir með mikla keppnisreynslu og aðrir eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu.
Streymt verður frá mótinu, en upplýsingar um mótið og streymið má finna á heimasíðu mótsins HÉR
Við óskum okkar fólki góðs gengis á mótinu!

Á mótinu ætlar Laufey Agnarsdóttir að þreyta alþjóðlegt dómarapróf.
Þing NPF verður haldið í tengslum við mótið, en meðal þess sem lagt verður fyrir þingið er umsókn Færeyinga um aðild að Norðurlandasambandinu.

Öflugur hópur á leið til Svíþjóðar á NM unglinga 2022