Skip to content

Muggur Ólafsson hefur lokið keppni

Muggur Ólafsson keppti í dag fyrir hönd Íslands á Arnold Classic mótinu sem fór fram í Barcelona á Spáni. Muggur keppti í klassískum kraftlyftingum. Mótið er svokallað Wilks mót og var því farið eftir Wilks-stigum óháð þyngdarflokkum.

Muggur vigtaðist 72,66kg og lyfti hann 185kg í hnébeygjunni, 127,5kg í bekkpressuni og svo 220kg í réttstöðulyftu. Þetta skilaði honum 8. sæti af 12 keppendum. Engar bætingar að sinni en þetta er hans fyrsta mót á erlendri grundu og því ólíkar aðstæður en hann hefur keppt við hingað til.

Muggur ásamt Mohamed Alim samkeppanda hans frá Egyptalandi.