Skip to content

Mótaskrá uppfærð

  • by

Breyting hefur verið gerð á mótaskrá NPF og Norðurlandamót unglinga sem halda átti í febrúar hafa verið færð til haustsins.
Mótin verða haldin í Fræna, Noregi dagana 14 – 17 september 2017. Um er að ræða keppni í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum, bekkpressu og klassískri bekkpressu í flokkum unglinga og drengja/telpna.
Hópur keppenda er þegar valinn á þessi mót. Fyrir 1.juni á næsta ári geta félög sent inn óskir um þátttöku fleiri keppenda og verða þær teknar fyrir við landsliðsval fyrir seinni hluta árs.