Skip to content

Mótaskrá 2016

  • by

Mótanefnd KRAFT hefur birt MÓTASKRÁ 2016  og er hún um margt athyglisverð.

Tvö alþjóðamót verða haldin á Íslandi á næsta ári, RIG 2016 í janúar og opna EM í bekkpressu í ágúst. Tvö ný meistaramót hafa bæst á listann, ÍM í klassískri bekkpressu og Bikarmót í klassískum kraftlyftingum. Nýr mótshaldari bætist í hópinn, en ÍM í réttstöðu fer fram á Patreksfirði.
Ennþá vantar mótshaldara að Byrjenda- og lágmarksmóti í febrúar. Við hvetjum félög sem ekki hafa skráð á sig mót að taka það að sér. Þetta er ekki mjög fjölmennt en samt mjög mikilvægt mót.