Skip to content

Mótamál

  • by

Mótanefnd KRAFT hefur birt drög að mótaskrá fyrir 2014 og 2015.
Þar eru nokkrar breytingar frá því sem hefur verið undandfarin ár. Búið er að færa sum mót framar á dagatalinu og bætt hefur verið við Íslandsmeistarmót unglinga í klassískum kraftlyftingum í oktober. Íslandsmeistaramótið í mars verður áfram opið og aldurskipt eins og undanfarin ár.

Það er tímabært fyrir félög að byrja að hugsa um mótahald næsta árs. Mótshaldari vantar á öll stóru mótin og svo eru eflaust félög sem vilja fá sín mót á listann. Við viljum benda félögum á þann augsljósa ávinning sem er af því að sameinast um mótahald.

Beiðni um að koma mótum inn á skrá þarf að berast fyrir 1.september árið á undan. http://kraftis.azurewebsites.net/mot/motaskra/