Motaskra

Beiðni um að fá mót skráð á mótaskrá skal send til mótanefndar á kraft@kraft.is fyrir 1.september árið á undan.

Þessar upplýsingar þurfa að koma fram:

Nafn móts:
Nánari lýsing eða athugasemdir ef við á:
Búnaðarmót/klassískt mót:
Dagsetning:
Mótsstaður:
Félag:
Mótsstjóri:
Sími:
Netfang:

MÓTSHALDARI
ábyrgist að mótið verði haldið í samræmi við reglur IPF og Mótareglur KRAFT. Við framkvæmd mótsins skal notaður gátlisti KRAFT.

KRAFT
getur lagt til fána sambandsins, fána Íslands, Goodlift úrslitakerfi, dómaraljós og metaskífur, keppendaspjöld/spjöld þular.
Farandbikarar eru á ábyrgð KRAFT.
Skráning keppenda og skráning og birting úrslita og meta er á ábyrgð KRAFT.
Mótanefnd getur lagt bann við að mót fari fram, ef sýnt þykir, að ekki verði farið eftir gildandi reglum og lagt til ógildingu úrslita við stjórn KRAFT ef gegn reglum var brotið við framkvæmd mótsins. (Reglur um kraftlyftingakeppni 13.grein)