Skip to content

Metaregn á ÍM unglinga og öldunga í klassískum kraftlyftingum.

Íslandsmót unglinga og öldunga í klassískum kraftlyftingum fór fram um helgina og var þátttaka mjög góð, bæði í unglinga- og öldungaflokkum. Fjölmörg Íslandsmet féllu, bæði í kvenna- og karlaflokki og hinum ýmsu aldursflokkum.

Stigahæst í stúlknaflokki (sub junior) varð Signý Lára Kristinsdóttir og stigahæst í unglingaflokki kvenna (junior) varð Ragna Kristín Guðbrandsdóttir.
Stigahæstu konur í öldungaflokkum voru: Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir (M1), Guðný Ásta Snorradóttir (M2), Elsa Pálsdóttir (M3) og Sigríður Dagmar Agnarsdóttir (M4).

Stigahæstur í drengjaflokki (sub junior) varð Arnar Gaui Björnsson og í unglingaflokki karla (junior) varð Helgi Jón Sigurðsson efstur á stigum.
Stigahæstu karlar í öldungaflokkum voru: Benedikt Björnsson (M1), Bjarki Þór Sigurðsson (M2) og Hörður Birkisson (M3).

Nánari úrslit má finna hér.