Skip to content

Matthildur bætti íslandsmet telpna í öllum greinum.

  • by

matthildurMatthildur Óskarsdóttir, Grótta, gerði góða hluti á HM unglinga í klassískum kraftlyftingum í Finnlandi i dag. Matthildur sem er fædd 1999 vigtaðist 64,80 kg og var yngst og léttust í -72 kg flokki telpna þar sem hún lenti í 7.sæti.
Fyrir þetta mót átti hún best 110 – 60 – 112,5 – 275, en í dag átti hún 8 gildar lyftur og kláraði seríuna 120 – 67,5 – 125 – 312,5 kg. Það er bæting um 37,5 kg og allt saman ný íslandsmet telpna.
Við óskum Matthildi til hamingju með þennan flotta árangur. Og þessi stelpa er rétt að byrja!