Skip to content

María og Auðunn keppa á HM

Nú styttist í heimsmeistaramótið í kraftlyftingum, en það fer fram í Pilzen í Tékklandi dagana 7. – 13. november nk.

Kraftlyftingasamband Íslands sendir tvo keppendur á mótið. María Guðsteinsdóttir keppir í -63,0 flokki kvenna og Auðunn Jónsson í +120,0 flokki karla. Þeim til aðstoðar eru Klaus Jensen og Grétar Hrafnsson. Klaus mun ennfremur dæma á mótinu.
María keppir miðvikudaginn 9.nóvember en Auðunn sunnudaginn 13.nóvember.
Bein vefútsending verður frá mótinu og munum við fjalla nánar um það þegar nær dregur.

Keppendur í kvennaflokki: http://www.powerlifting-ipf.com/47.html
Keppendur í karlaflokki: http://www.powerlifting-ipf.com/47.html
Heimasíða mótsins: http://www.powerlifting-czech.eu/

Leave a Reply