Skip to content

María í 7.sæti

  • by

María Guðsteinsdóttir, Ármanni, keppti í nótt á HM í kraftlyftingum og lenti í 7.sæti í -72 kg flokki með 467.5 kg.
María lyfti seríuna 180 – 105 – 182,5, en réttstaðan er bæting og nýtt íslandsmet í opnum flokki.
Heildarúrslit

Pricilla Ribic frá Bandaríkjunum tryggði sér gullið með magnaðri lokalyftu og setti um leið heimsmet samanlagt í öldungaflokki.

Við óskum Maríu til hamingju með árangurinn og 218. íslandsmetið á ferlinum!